Fréttaskýring: Tugir mála fyrnast vegna niðurskurðar Brjánn Jónasson skrifar 5. nóvember 2010 06:30 Enginn eðlismunur er á þeim brotum sem rannsökuð eru af embætti sérstaks saksóknara, eins og meint brot forsvarsmanna Kaupþings, og þeim brotum sem efnahagsbrotadeild rannsakar. Niðurskurður hjá lögregluembættum hefur hjá sumum embættum haft alvarleg áhrif á afköst að mati ríkissaksóknara. Dómum í sakamálum hefur fækkað verulega milli ára, og umtalsvert færri mál koma til ríkissaksóknara frá lögreglustjórum landsins. Dæmi eru um að afbrotamenn sleppi við refsingu vegna þess að brot þeirra fyrnast eða að refsing falli niður að hluta eða öllu leyti sökum dráttar á rannsókn og saksókn. Þetta kemur fram í bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra þar sem varað er við þessari þróun. „Málshraðareglan er ein af grundvallarreglum réttarfars," segir í bréfi Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara. Réttur sakamanns til þess að fjallað sé um brot hans innan eðlilegs tíma er bæði bundinn í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, segir þar enn fremur. Í bréfinu er fjallað um stöðu mála hjá einu af lögregluembættum landsins. Þar er staða mála sögð óviðunandi og engan veginn í samræmi við reglur um málsmeðferðarhraða sem ríkissaksóknari hafi sett eða ákvæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Valtýr segir í samtali við Fréttablaðið að augljóslega sé niðurskurður hjá lögregluembættunum farinn að hafa áhrif. Hjá sumum embættum hafi tugir mála fyrnst vegna þess að ekki vannst tími til að rannsaka þau. Hjá öðrum takist að rannsaka öll mál, en hægt hafi á öllu ferlinu Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en fullyrða má að jafnvel í mesta góðærinu fyrir bankahrun og almenna niðurskurðarkröfu hafi ekki verið sett nægilegt fé í þennan málaflokk. „Þetta er auðvitað alvarlegt mál. Niðurskurðurinn hlýtur að koma niður á löggæslunni almennt, en hann kemur einnig niður á rannsókn mála," segir Valtýr. „Því fer víðs fjarri að markmið um málsmeðferðarhraða sem sett hafa verið náist. Þarna erum við í skelfilegri stöðu miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar," segir Valtýr. „Það er hlutverk ákæruvaldsins, í samvinnu við lögregluna, að sjá til þess að þeir sem hafi brotið lög fái refsingu lögum samkvæmt. Það er ekki að gerast þegar mál fyrnast." Þessi þróun dregur augljóslega úr varnaðaráhrifum sem skjót og sanngjörn málsmeðferð getur haft, segir Valtýr. „En þetta snýst fyrst og fremst um jafnræðisregluna. Hún er ekki virt, og það finnst mér alvarlegt mál."Sigríður Elsa KjartansdóttirFærri mál til ríkissaksóknaraÞau mál sem fyrnast án þess að þau séu rannsökuð eru nær eingöngu smærri mál. Lögreglustjórar forgangsraða málum þannig að alvarlegri glæpir séu í forgangi, segir Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari. Hún segir að embætti ríkissaksóknara hafi ekki náð að taka saman upplýsingar um nákvæman fjölda mála sem hafi fyrnst hjá öllum lögregluembættum. Ljóst sé að fjöldinn sé talsverður hjá sumum embættum á meðan önnur nái að sinna öllum málum. Ein birtingarmynd þessarar þróunar eru færri dómar í sakamálum hjá héraðsdómstólum landsins. Það sem af er ári hafa fallið að meðaltali 132 dómar í hverjum mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu að meðaltali fallið ríflega þriðjungi fleiri dómar, eða að meðaltali 186 dómar á mánuði. Fækkunin er um 54 á mánuði, eða um 540 á tíu mánaða tímabili. Lögreglustjórar senda lögum samkvæmt embætti ríkissaksóknara öll alvarlegri sakamál. Saksóknurum hjá ríkissaksóknara ber að ákveða hvort gefin verði út ákæra eða hvort ekki séu nægar líkur á því að sakfellt verði í málinu, og það fellt niður. Sigríður segir að það sem af er ári hafi embættið fengið 322 sakamál til meðferðar frá lögreglustjórunum. Á sama tíma í fyrra hafi málin verið fimmtungi fleiri, 387 talsins. Hún bendir á að á árinu 2009 hafi reglum ríkissaksóknara verið breytt þannig að mun fleiri mál eru nú afgreidd með lögreglustjórasekt en áður. Þetta hefur leitt til mikillar fækkunar á ákærum frá lögreglustjórum. Ein af skýringunum á fækkun mála hjá ríkissaksóknara gæti verið sú að vegna niðurskurðar hjá lögregluembættum landsins komast þau ekki yfir að rannsaka mál og því komi færri mál til ríkissaksóknara, segir Valtýr. Önnur skýring gæti verið sú að glæpum sé að fækka, en það verður að teljast frekar ólíklegt að þeim fækki svo mikið á svo stuttum tíma. Þó að mál tefjist ekki svo mikið að þau fyrnist í meðförum lögreglu getur dráttur á rannsókn og saksókn mála haft áhrif á refsingu. Valtýr segir litla von til að þetta breytist á næstunni. „Það er mjög líklegt að það haldi áfram að hægjast á vinnu lögreglunnar á öllu landinu."Geta ekki sinnt eftirlitshlutverkiÍ bréfi Valtýs til dómsmálaráðherra er tekið dæmi úr dómi sem féll nýverið. Þar ákvað dómarinn að hafna kröfu saksóknara um að svipta mann ökurétti þar sem rannsókn á „sáraeinföldu" máli hefði dregist óhóflega. Þetta er ekki fyrsta bréfið sem ríkissaksóknari sendir dómsmálaráðherra til að benda á tafir á rannsókn mála hjá lögregluembættum landsins. Í bréfi sem sent var 4. mars síðastliðinn varar hann við því að embætti ríkissaksóknara sé svo fjárvana að það geti ekki sinnt lögbundnu eftirliti með ákæruvaldi og málshraða hjá lögreglustjórum landsins. Í bréfinu fer Valtýr fram á að fá að ráða einn saksóknara og ritara í hálfu starfi til að mæta auknu álagi hjá embættinu. Hann áætlar að kostnaður við það verði innan við 13 milljónir króna á ári. Ekki hefur verið brugðist við beiðninni. „Við erum einfaldlega ekki í stakk búin til að sinna eftirlitshlutverki okkar eins og vera skyldi," segir Valtýr í viðtali við Fréttablaðið. Fjöldi starfsmanna við embættið hefur verið óbreyttur í um tíu ár, en verkefnum hefur fjölgað mikið.Ögmundur Jónasson segir málið alvarlegt.Mjög alvarlegt„Þetta er mjög alvarlegt, og það hlýtur að vera okkur áhyggjuefni ef svo er komið að lögreglan annar ekki rannsóknum á málum sem til hennar er skotið," segir Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra. „Við munum standa vörð um þennan grunn, og sjá til þess að gangverk réttarríkisins virki."Það er tvímælalaust hlutverk stjórnvalda að tryggja að fólk geti leitað réttar síns, segir Ögmundur sem ætlar að afla sér upplýsinga um stöðuna á næstunni.Valtýr Sigurðsson.Vill sameina rannsókn efnahagsbrota undir íslensku ØkokrimEngin ástæða er til að bíða með sameiningu efnahagsbrotadeildar og embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Hann vill að sameinað embætti taki mið af fyrirkomulagi Økokrim, embættis sem hefur með höndum rannsókn og saksókn efnahagsbrota og brota á umhverfislögum í Noregi. Efnahagsbrotadeildin heyrir í dag undir embætti ríkislögreglustjóra. Valtýr segir enga ástæðu til að halda því fyrirkomulagi, nær sé að sameinuð efnahagsbrotadeild og embætti sérstaks saksóknara verði sjálfstæð stofnun, líkt og sérstakur saksóknari er í dag. Í samantekt um stöðu ákæruvaldsins sem ríkissaksóknari sendi dómsmálaráðherra í júlí síðastliðnum setur Valtýr fram þá skoðun sína að sameina eigi embættin árið 2014. Hann segist í samtali við Fréttablaðið hafa skipt um skoðun, nú telji hann ekki eftir neinu að bíða með sameininguna. „Ég tel nauðsynlegt að sameina þetta strax, enda myndi það að mínu mati styrkja faglegt starf við rannsókn og saksókn efnahagsbrota," segir Valtýr. Hann segir algerlega ástæðulaust að rannsaka efnahagsbrot á tveimur stöðum, og oft erfitt að átta sig á hvort mál eigi heima hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eða hjá embætti sérstaks saksóknara. Öll séu þessi mál efnahagsbrot og alger óþarfi að skilja þau í tvo flokka undir tveimur stjórnendum. Verði efnahagsbrotadeildin og embætti sérstaks saksóknara sameinuð verður til öflug stofnun, segir Valtýr. „Þá væri hægt að einbeita sér að þessum málum án þess að önnur verkefni fái að flækjast fyrir þeim sem sinna þessum málaflokki." Samkvæmt lögum um meðferð sakamála mun efnahagsbrotadeild heyra undir embætti héraðssaksóknara þegar því embætti verður komið á laggirnar í janúar 2010. Upphaflega stóð til að þessi skipan mála tæki gildi 1. júlí 2008, en málinu hefur verið frestað þrívegis. Valtýr segist sjálfur ekki bjartsýnn á að það gerist nú frekar en áður. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að óþarfi sé að bæta við embætti héraðssaksóknara. Réttara væri að nýta sér möguleika við sameiningu lögregluembætta til að efla saksóknarahlutverk embættanna og styrkja svo þau geti tekið við alvarlegri brotum en þau sinna í dag. Óvissan um framtíð héraðssaksóknaraembættisins og þar með efnahagsbrotadeildarinnar er ekki góð, og því mikilvægt að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvað verður gert og hvenær, segir Valtýr. Hann segir að annaðhvort verði að ákveða að nú verði af stofnun embættis héraðssaksóknara eða sameina efnahagsbrotadeild strax embætti sérstaks saksóknara. Það sé slæmt fyrir alla aðila að hafa óvissu um framtíðarskipan þessara mála. Hann tekur raunar dýpra í árinni í samantekt sinni um stöðu ákæruvaldsins: „Embætti ríkissaksóknara og raunar ákæruvaldið í heild stendur á krossgötum. Slíkt er óheppilegt til lengdar fyrir allt starf viðkomandi stofnana sem og starfsfólk þeirra. Þessari óvissu verður að eyða," skrifar Valtýr í lok samantektarinnar. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Niðurskurður hjá lögregluembættum hefur hjá sumum embættum haft alvarleg áhrif á afköst að mati ríkissaksóknara. Dómum í sakamálum hefur fækkað verulega milli ára, og umtalsvert færri mál koma til ríkissaksóknara frá lögreglustjórum landsins. Dæmi eru um að afbrotamenn sleppi við refsingu vegna þess að brot þeirra fyrnast eða að refsing falli niður að hluta eða öllu leyti sökum dráttar á rannsókn og saksókn. Þetta kemur fram í bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra þar sem varað er við þessari þróun. „Málshraðareglan er ein af grundvallarreglum réttarfars," segir í bréfi Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara. Réttur sakamanns til þess að fjallað sé um brot hans innan eðlilegs tíma er bæði bundinn í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, segir þar enn fremur. Í bréfinu er fjallað um stöðu mála hjá einu af lögregluembættum landsins. Þar er staða mála sögð óviðunandi og engan veginn í samræmi við reglur um málsmeðferðarhraða sem ríkissaksóknari hafi sett eða ákvæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Valtýr segir í samtali við Fréttablaðið að augljóslega sé niðurskurður hjá lögregluembættunum farinn að hafa áhrif. Hjá sumum embættum hafi tugir mála fyrnst vegna þess að ekki vannst tími til að rannsaka þau. Hjá öðrum takist að rannsaka öll mál, en hægt hafi á öllu ferlinu Vandamálið er ekki nýtt af nálinni en fullyrða má að jafnvel í mesta góðærinu fyrir bankahrun og almenna niðurskurðarkröfu hafi ekki verið sett nægilegt fé í þennan málaflokk. „Þetta er auðvitað alvarlegt mál. Niðurskurðurinn hlýtur að koma niður á löggæslunni almennt, en hann kemur einnig niður á rannsókn mála," segir Valtýr. „Því fer víðs fjarri að markmið um málsmeðferðarhraða sem sett hafa verið náist. Þarna erum við í skelfilegri stöðu miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar," segir Valtýr. „Það er hlutverk ákæruvaldsins, í samvinnu við lögregluna, að sjá til þess að þeir sem hafi brotið lög fái refsingu lögum samkvæmt. Það er ekki að gerast þegar mál fyrnast." Þessi þróun dregur augljóslega úr varnaðaráhrifum sem skjót og sanngjörn málsmeðferð getur haft, segir Valtýr. „En þetta snýst fyrst og fremst um jafnræðisregluna. Hún er ekki virt, og það finnst mér alvarlegt mál."Sigríður Elsa KjartansdóttirFærri mál til ríkissaksóknaraÞau mál sem fyrnast án þess að þau séu rannsökuð eru nær eingöngu smærri mál. Lögreglustjórar forgangsraða málum þannig að alvarlegri glæpir séu í forgangi, segir Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari. Hún segir að embætti ríkissaksóknara hafi ekki náð að taka saman upplýsingar um nákvæman fjölda mála sem hafi fyrnst hjá öllum lögregluembættum. Ljóst sé að fjöldinn sé talsverður hjá sumum embættum á meðan önnur nái að sinna öllum málum. Ein birtingarmynd þessarar þróunar eru færri dómar í sakamálum hjá héraðsdómstólum landsins. Það sem af er ári hafa fallið að meðaltali 132 dómar í hverjum mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu að meðaltali fallið ríflega þriðjungi fleiri dómar, eða að meðaltali 186 dómar á mánuði. Fækkunin er um 54 á mánuði, eða um 540 á tíu mánaða tímabili. Lögreglustjórar senda lögum samkvæmt embætti ríkissaksóknara öll alvarlegri sakamál. Saksóknurum hjá ríkissaksóknara ber að ákveða hvort gefin verði út ákæra eða hvort ekki séu nægar líkur á því að sakfellt verði í málinu, og það fellt niður. Sigríður segir að það sem af er ári hafi embættið fengið 322 sakamál til meðferðar frá lögreglustjórunum. Á sama tíma í fyrra hafi málin verið fimmtungi fleiri, 387 talsins. Hún bendir á að á árinu 2009 hafi reglum ríkissaksóknara verið breytt þannig að mun fleiri mál eru nú afgreidd með lögreglustjórasekt en áður. Þetta hefur leitt til mikillar fækkunar á ákærum frá lögreglustjórum. Ein af skýringunum á fækkun mála hjá ríkissaksóknara gæti verið sú að vegna niðurskurðar hjá lögregluembættum landsins komast þau ekki yfir að rannsaka mál og því komi færri mál til ríkissaksóknara, segir Valtýr. Önnur skýring gæti verið sú að glæpum sé að fækka, en það verður að teljast frekar ólíklegt að þeim fækki svo mikið á svo stuttum tíma. Þó að mál tefjist ekki svo mikið að þau fyrnist í meðförum lögreglu getur dráttur á rannsókn og saksókn mála haft áhrif á refsingu. Valtýr segir litla von til að þetta breytist á næstunni. „Það er mjög líklegt að það haldi áfram að hægjast á vinnu lögreglunnar á öllu landinu."Geta ekki sinnt eftirlitshlutverkiÍ bréfi Valtýs til dómsmálaráðherra er tekið dæmi úr dómi sem féll nýverið. Þar ákvað dómarinn að hafna kröfu saksóknara um að svipta mann ökurétti þar sem rannsókn á „sáraeinföldu" máli hefði dregist óhóflega. Þetta er ekki fyrsta bréfið sem ríkissaksóknari sendir dómsmálaráðherra til að benda á tafir á rannsókn mála hjá lögregluembættum landsins. Í bréfi sem sent var 4. mars síðastliðinn varar hann við því að embætti ríkissaksóknara sé svo fjárvana að það geti ekki sinnt lögbundnu eftirliti með ákæruvaldi og málshraða hjá lögreglustjórum landsins. Í bréfinu fer Valtýr fram á að fá að ráða einn saksóknara og ritara í hálfu starfi til að mæta auknu álagi hjá embættinu. Hann áætlar að kostnaður við það verði innan við 13 milljónir króna á ári. Ekki hefur verið brugðist við beiðninni. „Við erum einfaldlega ekki í stakk búin til að sinna eftirlitshlutverki okkar eins og vera skyldi," segir Valtýr í viðtali við Fréttablaðið. Fjöldi starfsmanna við embættið hefur verið óbreyttur í um tíu ár, en verkefnum hefur fjölgað mikið.Ögmundur Jónasson segir málið alvarlegt.Mjög alvarlegt„Þetta er mjög alvarlegt, og það hlýtur að vera okkur áhyggjuefni ef svo er komið að lögreglan annar ekki rannsóknum á málum sem til hennar er skotið," segir Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra. „Við munum standa vörð um þennan grunn, og sjá til þess að gangverk réttarríkisins virki."Það er tvímælalaust hlutverk stjórnvalda að tryggja að fólk geti leitað réttar síns, segir Ögmundur sem ætlar að afla sér upplýsinga um stöðuna á næstunni.Valtýr Sigurðsson.Vill sameina rannsókn efnahagsbrota undir íslensku ØkokrimEngin ástæða er til að bíða með sameiningu efnahagsbrotadeildar og embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Hann vill að sameinað embætti taki mið af fyrirkomulagi Økokrim, embættis sem hefur með höndum rannsókn og saksókn efnahagsbrota og brota á umhverfislögum í Noregi. Efnahagsbrotadeildin heyrir í dag undir embætti ríkislögreglustjóra. Valtýr segir enga ástæðu til að halda því fyrirkomulagi, nær sé að sameinuð efnahagsbrotadeild og embætti sérstaks saksóknara verði sjálfstæð stofnun, líkt og sérstakur saksóknari er í dag. Í samantekt um stöðu ákæruvaldsins sem ríkissaksóknari sendi dómsmálaráðherra í júlí síðastliðnum setur Valtýr fram þá skoðun sína að sameina eigi embættin árið 2014. Hann segist í samtali við Fréttablaðið hafa skipt um skoðun, nú telji hann ekki eftir neinu að bíða með sameininguna. „Ég tel nauðsynlegt að sameina þetta strax, enda myndi það að mínu mati styrkja faglegt starf við rannsókn og saksókn efnahagsbrota," segir Valtýr. Hann segir algerlega ástæðulaust að rannsaka efnahagsbrot á tveimur stöðum, og oft erfitt að átta sig á hvort mál eigi heima hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eða hjá embætti sérstaks saksóknara. Öll séu þessi mál efnahagsbrot og alger óþarfi að skilja þau í tvo flokka undir tveimur stjórnendum. Verði efnahagsbrotadeildin og embætti sérstaks saksóknara sameinuð verður til öflug stofnun, segir Valtýr. „Þá væri hægt að einbeita sér að þessum málum án þess að önnur verkefni fái að flækjast fyrir þeim sem sinna þessum málaflokki." Samkvæmt lögum um meðferð sakamála mun efnahagsbrotadeild heyra undir embætti héraðssaksóknara þegar því embætti verður komið á laggirnar í janúar 2010. Upphaflega stóð til að þessi skipan mála tæki gildi 1. júlí 2008, en málinu hefur verið frestað þrívegis. Valtýr segist sjálfur ekki bjartsýnn á að það gerist nú frekar en áður. Sjálfur sé hann þeirrar skoðunar að óþarfi sé að bæta við embætti héraðssaksóknara. Réttara væri að nýta sér möguleika við sameiningu lögregluembætta til að efla saksóknarahlutverk embættanna og styrkja svo þau geti tekið við alvarlegri brotum en þau sinna í dag. Óvissan um framtíð héraðssaksóknaraembættisins og þar með efnahagsbrotadeildarinnar er ekki góð, og því mikilvægt að stjórnvöld taki endanlega ákvörðun um hvað verður gert og hvenær, segir Valtýr. Hann segir að annaðhvort verði að ákveða að nú verði af stofnun embættis héraðssaksóknara eða sameina efnahagsbrotadeild strax embætti sérstaks saksóknara. Það sé slæmt fyrir alla aðila að hafa óvissu um framtíðarskipan þessara mála. Hann tekur raunar dýpra í árinni í samantekt sinni um stöðu ákæruvaldsins: „Embætti ríkissaksóknara og raunar ákæruvaldið í heild stendur á krossgötum. Slíkt er óheppilegt til lengdar fyrir allt starf viðkomandi stofnana sem og starfsfólk þeirra. Þessari óvissu verður að eyða," skrifar Valtýr í lok samantektarinnar.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira