Steingrímur og Jóhanna vildu Davíð aftur í pólitík Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. desember 2010 08:28 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri. Mynd/Anton Brink Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Mbl.is, segist hafa verið dreginn aftur í pólitík. Hann segist aldrei hafa lagt til að mynduð yrði þjóðstjórn haustið 2008 og þá segir hann að bloggheimar hafi haft áhrif rannsóknarnefnd Alþingis og skýrslu nefndarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sérstakri áramótaútgáfu Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Aðspurður hvort hann líti á sig sem þátttakanda í stjórnmálum sem ritstjóri segir Davíð: „Ég ætlaði mér að vera hættur í pólitík þegar ég settist í Seðlabankann en Steingrím og Jóhönnu langaði greinilega svona mikið til að fá mig aftur." Undir miklum þrýstingi Í viðtalinu segist Davíð ekki hafa sett Seðlabankann á hausinn og að undarlegt sé að halda slíku fram. Hann segir Seðlabankann hafa starfað eins og aðrir seðlabankar. „Rannsóknarnefnd Alþingis var undir miklum þrýstingi frá bloggheimum að finna eitthvað á okkur bankastjóranna, þá sérstaklega þennan sem hér situr, en þeir minntust ekki á að Seðlabankinn hefði farið á hausinn."Þorgerður og Ragnheiður kyntu undir áróðurinn Davíð segist ekki hafa orðið undir í umræðunni eftir frægt viðtal í Kastljósi haustið 2008 þegar hann sagði ríkið ekki eiga að borga skuldir bankanna. Hann segir að staða Sjálfstæðisflokksins hafi verið veik á þessum tímapunkti og það hafi ekki hjálpað til í umræðunni. „Sumir þingmenn hans, eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín, spiluðu bara undir áróðurinn á sínar trommur enda báðar nátengdar Kaupþingi. Það var þeim ekki til sóma," segir Davíð.Ætlaði ekki að leiða þjóðstjórn Þá segist Davíð ekki hafa lagt til á frægum fundi með ríkisstjórninni í lok september 2008 að mynduð yrði þjóðstjórn. Hann hafi ekki ætlað að verða forsætisráðherra í slíkri stjórn. „Ég sagði þó að nú væri ástandið svo alvarlegt, að ef einhvern tíma ætti að mynda þjóðstjórn, þá væri það við þessar aðstæður." Þetta hafi hann sagt til að sýna fram á hve alvarlegt ástandið væri orðið. „Ég lagði það þó ekki til, þó að Þorgerður Katrín og Össur hafi farið á límingunum og farið að hreyta í mig ónotum eftir fundinn. Síðan hefur auðvitað komið í ljós að Þorgerður Katrín átti mikilla hagsmuna að gæta í bankakerfinu og Össur er auðvitað bara eins og hann er." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Mbl.is, segist hafa verið dreginn aftur í pólitík. Hann segist aldrei hafa lagt til að mynduð yrði þjóðstjórn haustið 2008 og þá segir hann að bloggheimar hafi haft áhrif rannsóknarnefnd Alþingis og skýrslu nefndarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sérstakri áramótaútgáfu Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Aðspurður hvort hann líti á sig sem þátttakanda í stjórnmálum sem ritstjóri segir Davíð: „Ég ætlaði mér að vera hættur í pólitík þegar ég settist í Seðlabankann en Steingrím og Jóhönnu langaði greinilega svona mikið til að fá mig aftur." Undir miklum þrýstingi Í viðtalinu segist Davíð ekki hafa sett Seðlabankann á hausinn og að undarlegt sé að halda slíku fram. Hann segir Seðlabankann hafa starfað eins og aðrir seðlabankar. „Rannsóknarnefnd Alþingis var undir miklum þrýstingi frá bloggheimum að finna eitthvað á okkur bankastjóranna, þá sérstaklega þennan sem hér situr, en þeir minntust ekki á að Seðlabankinn hefði farið á hausinn."Þorgerður og Ragnheiður kyntu undir áróðurinn Davíð segist ekki hafa orðið undir í umræðunni eftir frægt viðtal í Kastljósi haustið 2008 þegar hann sagði ríkið ekki eiga að borga skuldir bankanna. Hann segir að staða Sjálfstæðisflokksins hafi verið veik á þessum tímapunkti og það hafi ekki hjálpað til í umræðunni. „Sumir þingmenn hans, eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín, spiluðu bara undir áróðurinn á sínar trommur enda báðar nátengdar Kaupþingi. Það var þeim ekki til sóma," segir Davíð.Ætlaði ekki að leiða þjóðstjórn Þá segist Davíð ekki hafa lagt til á frægum fundi með ríkisstjórninni í lok september 2008 að mynduð yrði þjóðstjórn. Hann hafi ekki ætlað að verða forsætisráðherra í slíkri stjórn. „Ég sagði þó að nú væri ástandið svo alvarlegt, að ef einhvern tíma ætti að mynda þjóðstjórn, þá væri það við þessar aðstæður." Þetta hafi hann sagt til að sýna fram á hve alvarlegt ástandið væri orðið. „Ég lagði það þó ekki til, þó að Þorgerður Katrín og Össur hafi farið á límingunum og farið að hreyta í mig ónotum eftir fundinn. Síðan hefur auðvitað komið í ljós að Þorgerður Katrín átti mikilla hagsmuna að gæta í bankakerfinu og Össur er auðvitað bara eins og hann er."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira