Steingrímur og Jóhanna vildu Davíð aftur í pólitík Magnús Már Guðmundsson skrifar 30. desember 2010 08:28 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri. Mynd/Anton Brink Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Mbl.is, segist hafa verið dreginn aftur í pólitík. Hann segist aldrei hafa lagt til að mynduð yrði þjóðstjórn haustið 2008 og þá segir hann að bloggheimar hafi haft áhrif rannsóknarnefnd Alþingis og skýrslu nefndarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sérstakri áramótaútgáfu Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Aðspurður hvort hann líti á sig sem þátttakanda í stjórnmálum sem ritstjóri segir Davíð: „Ég ætlaði mér að vera hættur í pólitík þegar ég settist í Seðlabankann en Steingrím og Jóhönnu langaði greinilega svona mikið til að fá mig aftur." Undir miklum þrýstingi Í viðtalinu segist Davíð ekki hafa sett Seðlabankann á hausinn og að undarlegt sé að halda slíku fram. Hann segir Seðlabankann hafa starfað eins og aðrir seðlabankar. „Rannsóknarnefnd Alþingis var undir miklum þrýstingi frá bloggheimum að finna eitthvað á okkur bankastjóranna, þá sérstaklega þennan sem hér situr, en þeir minntust ekki á að Seðlabankinn hefði farið á hausinn."Þorgerður og Ragnheiður kyntu undir áróðurinn Davíð segist ekki hafa orðið undir í umræðunni eftir frægt viðtal í Kastljósi haustið 2008 þegar hann sagði ríkið ekki eiga að borga skuldir bankanna. Hann segir að staða Sjálfstæðisflokksins hafi verið veik á þessum tímapunkti og það hafi ekki hjálpað til í umræðunni. „Sumir þingmenn hans, eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín, spiluðu bara undir áróðurinn á sínar trommur enda báðar nátengdar Kaupþingi. Það var þeim ekki til sóma," segir Davíð.Ætlaði ekki að leiða þjóðstjórn Þá segist Davíð ekki hafa lagt til á frægum fundi með ríkisstjórninni í lok september 2008 að mynduð yrði þjóðstjórn. Hann hafi ekki ætlað að verða forsætisráðherra í slíkri stjórn. „Ég sagði þó að nú væri ástandið svo alvarlegt, að ef einhvern tíma ætti að mynda þjóðstjórn, þá væri það við þessar aðstæður." Þetta hafi hann sagt til að sýna fram á hve alvarlegt ástandið væri orðið. „Ég lagði það þó ekki til, þó að Þorgerður Katrín og Össur hafi farið á límingunum og farið að hreyta í mig ónotum eftir fundinn. Síðan hefur auðvitað komið í ljós að Þorgerður Katrín átti mikilla hagsmuna að gæta í bankakerfinu og Össur er auðvitað bara eins og hann er." Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Mbl.is, segist hafa verið dreginn aftur í pólitík. Hann segist aldrei hafa lagt til að mynduð yrði þjóðstjórn haustið 2008 og þá segir hann að bloggheimar hafi haft áhrif rannsóknarnefnd Alþingis og skýrslu nefndarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sérstakri áramótaútgáfu Viðskiptablaðsins sem kom út í dag. Aðspurður hvort hann líti á sig sem þátttakanda í stjórnmálum sem ritstjóri segir Davíð: „Ég ætlaði mér að vera hættur í pólitík þegar ég settist í Seðlabankann en Steingrím og Jóhönnu langaði greinilega svona mikið til að fá mig aftur." Undir miklum þrýstingi Í viðtalinu segist Davíð ekki hafa sett Seðlabankann á hausinn og að undarlegt sé að halda slíku fram. Hann segir Seðlabankann hafa starfað eins og aðrir seðlabankar. „Rannsóknarnefnd Alþingis var undir miklum þrýstingi frá bloggheimum að finna eitthvað á okkur bankastjóranna, þá sérstaklega þennan sem hér situr, en þeir minntust ekki á að Seðlabankinn hefði farið á hausinn."Þorgerður og Ragnheiður kyntu undir áróðurinn Davíð segist ekki hafa orðið undir í umræðunni eftir frægt viðtal í Kastljósi haustið 2008 þegar hann sagði ríkið ekki eiga að borga skuldir bankanna. Hann segir að staða Sjálfstæðisflokksins hafi verið veik á þessum tímapunkti og það hafi ekki hjálpað til í umræðunni. „Sumir þingmenn hans, eins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þorgerður Katrín, spiluðu bara undir áróðurinn á sínar trommur enda báðar nátengdar Kaupþingi. Það var þeim ekki til sóma," segir Davíð.Ætlaði ekki að leiða þjóðstjórn Þá segist Davíð ekki hafa lagt til á frægum fundi með ríkisstjórninni í lok september 2008 að mynduð yrði þjóðstjórn. Hann hafi ekki ætlað að verða forsætisráðherra í slíkri stjórn. „Ég sagði þó að nú væri ástandið svo alvarlegt, að ef einhvern tíma ætti að mynda þjóðstjórn, þá væri það við þessar aðstæður." Þetta hafi hann sagt til að sýna fram á hve alvarlegt ástandið væri orðið. „Ég lagði það þó ekki til, þó að Þorgerður Katrín og Össur hafi farið á límingunum og farið að hreyta í mig ónotum eftir fundinn. Síðan hefur auðvitað komið í ljós að Þorgerður Katrín átti mikilla hagsmuna að gæta í bankakerfinu og Össur er auðvitað bara eins og hann er."
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira