Innlent

Fimmtán Mexíkóar skotnir í meðferð

Frá slysstað.
Frá slysstað. Mynd/AFP
Fimmtán manns létust í skotáras á bílaþvottastöð nálægt borginni Tepic í Mexíkó í morgun. Að minnsta kosti tveir í viðbót eru slasaðir.

Mexíkóskir fjölmiðlar segja að fórnarlömbin hafi verið ungir karlmenn sem voru í meðferð vegna eiturlyfjafíknar og unnu á bílaþvottastöðinni samhliða því.

Samkvæmt lögreglu hafa meðferðarmiðstöðvar orðið æ algengari skotmörk eiturlyfjagengja í landinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan að árásarmaður skaut tólf manns til bana í endurhæfingarmiðstöð í borginni Tijuana. Þá voru 28 drepnir í svipaðri árás í borginni Ciudad Juarez í september.

Að minnsta kosti 28 þúsund manns hafa látist í átökum tengdum eiturlyfjum síðan árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×