Ólína í hálkuslysi: „Úff þetta er orðið stjórnlaust“ Valur Grettisson skrifar 27. október 2010 09:44 Ólína Þorvarðardóttir var heppin. Hún slapp ómeidd. Þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, komst í hann krappan í gær þegar bifreið sem hún ók snérist í hringi á ísilögðum veginum í Borgarfirði, nærri Munaðarnesi. Sjálf lýsir Ólína óhappinu á bloggi sínu. „Ég var sumsé á leið heim frá Blönduósi í kvöldmyrkrinu, eftir fund með sveitarstjórnarmönnum þar í dag, var komin í námunda við Munaðarnes í Borgarfirði og ætlaði að taka fram úr öðrum bíl sem var á rólegri ferð. Það var ekki nokkur leið að átta sig á þeirri flughálku sem skyndilega hafði myndast þarna. Að vísu gaf hitamælirinn í bílnum vísbendingu, því hann féll úr 3° niður í -1° á skömmum tíma án þess að ég tæki eftir því fyrr en of seint. En ekki hafði ég fyrr tekið í stýrið til að taka fram úr en bíllinn fór að rása. Það var mildi að ég skyldi ekki slengjast utan í hinn bílinn - en það slapp til," skrifar þingmaðurinn. Og það er margt sem fer í gegnum huga þeirra sem lenda í slíkum háska. Svona lýsir Ólína reynslu sinni: „Þessar sekúndur (eða mínútur) sem liðu frá því bíllinn fór að rása með vaxandi slynk, þar til hann hafnaði úti í móa eftir að hafa farið tvo heila hringi á flughálum veginum - þær voru eins og heil elífð. Undarlegt hvað hugurinn var samt rór og greinandi meðan á þessu stóð. „Á ég að láta hann fara út af? Nei ég reyni einu sinni enn að halda honum inni á . Úff, þetta er orðið stjórnlaust, hann tekur hring - best að fylgja hreyfingunni og reyna svo að stefna honum út af veginum. Nú, annar hringur - hvar endar þetta. Nú velt ég!" Ólína var heppin. Hún komst heim heil á húfi, hún var þó dálítið óstyrk innra með sér. Í lok færslunnar skrifar hún: Helvítis hálkan ….. blessuð mildin." Þess má reyndar geta að þetta er ekki fyrsta óhappið sem Ólína lendir í. Hún sofnaði undir stýri á síðasta ári. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, komst í hann krappan í gær þegar bifreið sem hún ók snérist í hringi á ísilögðum veginum í Borgarfirði, nærri Munaðarnesi. Sjálf lýsir Ólína óhappinu á bloggi sínu. „Ég var sumsé á leið heim frá Blönduósi í kvöldmyrkrinu, eftir fund með sveitarstjórnarmönnum þar í dag, var komin í námunda við Munaðarnes í Borgarfirði og ætlaði að taka fram úr öðrum bíl sem var á rólegri ferð. Það var ekki nokkur leið að átta sig á þeirri flughálku sem skyndilega hafði myndast þarna. Að vísu gaf hitamælirinn í bílnum vísbendingu, því hann féll úr 3° niður í -1° á skömmum tíma án þess að ég tæki eftir því fyrr en of seint. En ekki hafði ég fyrr tekið í stýrið til að taka fram úr en bíllinn fór að rása. Það var mildi að ég skyldi ekki slengjast utan í hinn bílinn - en það slapp til," skrifar þingmaðurinn. Og það er margt sem fer í gegnum huga þeirra sem lenda í slíkum háska. Svona lýsir Ólína reynslu sinni: „Þessar sekúndur (eða mínútur) sem liðu frá því bíllinn fór að rása með vaxandi slynk, þar til hann hafnaði úti í móa eftir að hafa farið tvo heila hringi á flughálum veginum - þær voru eins og heil elífð. Undarlegt hvað hugurinn var samt rór og greinandi meðan á þessu stóð. „Á ég að láta hann fara út af? Nei ég reyni einu sinni enn að halda honum inni á . Úff, þetta er orðið stjórnlaust, hann tekur hring - best að fylgja hreyfingunni og reyna svo að stefna honum út af veginum. Nú, annar hringur - hvar endar þetta. Nú velt ég!" Ólína var heppin. Hún komst heim heil á húfi, hún var þó dálítið óstyrk innra með sér. Í lok færslunnar skrifar hún: Helvítis hálkan ….. blessuð mildin." Þess má reyndar geta að þetta er ekki fyrsta óhappið sem Ólína lendir í. Hún sofnaði undir stýri á síðasta ári.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira