Innlent

Í gæsluvarðhald fyrir að brjótast inn á hárgreiðslustofu

Valur Grettisson skrifar
Hæstiréttur.
Hæstiréttur.
Kona var í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. nóvember fyrir að brjótast inn á hárgreiðslustofu í síðustu viku. Konan er grunuð um að hafa stolið fjögur þúsund krónum úr peningakassa og snyrtivörum fyrir um 21 þúsund krónur.

Bifreiðin, sem vitorðsmaður hennar ók, reyndist stolinn.

Konan var handtekin nokkru eftir afbrotið vegna vísbendinga vegfarenda. Hún játaði að hafa stolið einum hárbrúsa en sagðist lítið muna eftir kvöldinu vegna fíkniefnaneyslu.

Aðspurð um eigin hagi, hafi hún sagst neyta morfíns daglega og hafa gert það í rúm 20 ár, með hléum þó. Hún kvaðst fá um 150 þúsund krónur frá Tryggingastofnun á mánuði. Þá sagðist hún vera hjartveik og HIV smituð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×