Lífið

Ástin gufaði upp

Jenny McCarthy. MYND/Cover Media
Jenny McCarthy. MYND/Cover Media

Leikarinn Jim Carrey, 48 ára, og Jenny McCarthy, 37 ára, hættu saman daginn sem þau hættu að hlæja og hafa það gaman saman.

Ástin gufaði upp á milli þeirra í apríl á þessu ári eftir að þau höfðu eytt fimm árum saman. Nú hefur Jenny tjáð sig um sambandsslitin í fjölmiðlum. Hún segir að rómantíkin hafi einfaldlega horfið á örskötsstundu.

„Veistu! Ég get ekki útskýrt þetta almennilega. Það sem gerðist var að okkur var ekki lengur skemmt saman. Þegar það er ekki gaman lengur þarf maður að endurskoða sambandið og áherslurnar," útskýrði Jenny.

Jenny tók sér góðan tíma fyrst þegar hún kynntist Jim og lagði áherslu á að þau væru alls ekki saman af því að þau voru þekktir einstaklingar heldur af því að þau voru ástfangin af hvort öðru.

„Það er erfitt að vera þekktur í Hollywood og verða ástfanginn. Ég passaði mig þegar ég hitti Jim. Ég fór handan egósins míns og spurði hvernig mér leið gagnvart honum í þessu brjálaða umhverfi og kannaði rækilega öll mín gildi og komst að því að ég var ástfangin."

„Ég enda alltaf á löppunum því ég gefst aldrei upp. Ég er stríðsmaður inn í mér. Ég mun komast yfir þetta ég veit það," sagði hún spurð hvernig henni gengur að ná tökum á tilverunni eftir að þau hættu saman.

Jenny á einn son, Evan, 8 ára, með fyrrverandi eiginmanni, John Mallory Asher.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.