Þjóðarleiðtogar á herflugvélum skulu lenda í Keflavík Valur Grettisson skrifar 22. desember 2010 16:00 Borgaryfirvöld vilja gera strangari kröfur til Reykjavíkurflugvallar í ljósi þess að hann er í íbúabyggð. Ef erlendir þjóðarleiðtogar ákveða að koma hingað til lands í svokölluðum State aircraft, eða herflugvélum, þá skulu þeir lenda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Orðrétt segir: „Eins og fram hefur komið í fréttum hafa margir þjóðhöfðingjar komið til landsins í svokölluðum State aircraft sem flokkast sem herflugvélar sem skráðar eru í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Með samþykkt borgarráðs í síðustu viku er Reykjavíkurborg ekki að leggjast gegn því að erlendir þjóðhöfðingjar komi í heimsókn til landsins. Kjósi þeir hins vegar að koma í herflugvél er það ósk borgaryfirvalda að flugmálayfirvöld beini þeim til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem er alþjóðaflugvöllur. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt öll aðstaða til lendingar fyrir herflugvélar og gætt fyllsta öryggis sem felst í því að þeim er lagt á sérstakt stæði langt frá öllu farþegaflugi." Svo segir í tilkynningunni að borgaryfirvöld telji mikilvægt að farið verði vandlega yfir þær reglur sem í gildi eru um umferð herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Vinna þurfi enn frekar að nánari skilgreiningu á því hvaða flugvélar verði skilgreindar sem herflugvélar með það að markmiði að auka öryggi í borginni sérstaklega í ljósi þess að flugvöllurinn er í nálægð við íbúabyggð. Þá segir ennfremur að rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til innanlandsflugs og staðsetning hans í miðri borg gerir kröfur til öryggis sem umferð herflugvéla getur ekki samræmst nema í undantekningartilvikum. Hins vegar verður flugvöllurinn varaflugvöllur og þjónar því hlutverki áfram eins og áður var nefnt. Þá þykja borgaryfirvöldum Isavia skilgreina hugtakið herflugvélar frekar þröngt. Þannig segir í tilkynningunni: Í tilefni fréttar Stöðvar tvö um umferð flugvéla um Reykjavíkurflugvöll skal eftirfarandi tekið fram: „Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá tekur það við beiðnum um yfirflugs- og lendingarheimildir frá flugvélum á vegum erlendra ríkisstjórna. Þessar yfirflugs- og lendingarheimildir til handa flugvélum erlendra ríkisstjórna, þ.m.t. herflugvélar, eru afgreiddar af utanríkisráðuneytinu. Það sem Isavia flokkar sem herflugvélar eru því flugvélar skráðar í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Isavia er því ekki með skilgreiningu á því hvort að vélin sé með bein hernaðarumsvif heldur er miðað við skráningu flugvélarinnar." Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Ef erlendir þjóðarleiðtogar ákveða að koma hingað til lands í svokölluðum State aircraft, eða herflugvélum, þá skulu þeir lenda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Orðrétt segir: „Eins og fram hefur komið í fréttum hafa margir þjóðhöfðingjar komið til landsins í svokölluðum State aircraft sem flokkast sem herflugvélar sem skráðar eru í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Með samþykkt borgarráðs í síðustu viku er Reykjavíkurborg ekki að leggjast gegn því að erlendir þjóðhöfðingjar komi í heimsókn til landsins. Kjósi þeir hins vegar að koma í herflugvél er það ósk borgaryfirvalda að flugmálayfirvöld beini þeim til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem er alþjóðaflugvöllur. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt öll aðstaða til lendingar fyrir herflugvélar og gætt fyllsta öryggis sem felst í því að þeim er lagt á sérstakt stæði langt frá öllu farþegaflugi." Svo segir í tilkynningunni að borgaryfirvöld telji mikilvægt að farið verði vandlega yfir þær reglur sem í gildi eru um umferð herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Vinna þurfi enn frekar að nánari skilgreiningu á því hvaða flugvélar verði skilgreindar sem herflugvélar með það að markmiði að auka öryggi í borginni sérstaklega í ljósi þess að flugvöllurinn er í nálægð við íbúabyggð. Þá segir ennfremur að rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til innanlandsflugs og staðsetning hans í miðri borg gerir kröfur til öryggis sem umferð herflugvéla getur ekki samræmst nema í undantekningartilvikum. Hins vegar verður flugvöllurinn varaflugvöllur og þjónar því hlutverki áfram eins og áður var nefnt. Þá þykja borgaryfirvöldum Isavia skilgreina hugtakið herflugvélar frekar þröngt. Þannig segir í tilkynningunni: Í tilefni fréttar Stöðvar tvö um umferð flugvéla um Reykjavíkurflugvöll skal eftirfarandi tekið fram: „Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá tekur það við beiðnum um yfirflugs- og lendingarheimildir frá flugvélum á vegum erlendra ríkisstjórna. Þessar yfirflugs- og lendingarheimildir til handa flugvélum erlendra ríkisstjórna, þ.m.t. herflugvélar, eru afgreiddar af utanríkisráðuneytinu. Það sem Isavia flokkar sem herflugvélar eru því flugvélar skráðar í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Isavia er því ekki með skilgreiningu á því hvort að vélin sé með bein hernaðarumsvif heldur er miðað við skráningu flugvélarinnar."
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira