Þjóðarleiðtogar á herflugvélum skulu lenda í Keflavík Valur Grettisson skrifar 22. desember 2010 16:00 Borgaryfirvöld vilja gera strangari kröfur til Reykjavíkurflugvallar í ljósi þess að hann er í íbúabyggð. Ef erlendir þjóðarleiðtogar ákveða að koma hingað til lands í svokölluðum State aircraft, eða herflugvélum, þá skulu þeir lenda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Orðrétt segir: „Eins og fram hefur komið í fréttum hafa margir þjóðhöfðingjar komið til landsins í svokölluðum State aircraft sem flokkast sem herflugvélar sem skráðar eru í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Með samþykkt borgarráðs í síðustu viku er Reykjavíkurborg ekki að leggjast gegn því að erlendir þjóðhöfðingjar komi í heimsókn til landsins. Kjósi þeir hins vegar að koma í herflugvél er það ósk borgaryfirvalda að flugmálayfirvöld beini þeim til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem er alþjóðaflugvöllur. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt öll aðstaða til lendingar fyrir herflugvélar og gætt fyllsta öryggis sem felst í því að þeim er lagt á sérstakt stæði langt frá öllu farþegaflugi." Svo segir í tilkynningunni að borgaryfirvöld telji mikilvægt að farið verði vandlega yfir þær reglur sem í gildi eru um umferð herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Vinna þurfi enn frekar að nánari skilgreiningu á því hvaða flugvélar verði skilgreindar sem herflugvélar með það að markmiði að auka öryggi í borginni sérstaklega í ljósi þess að flugvöllurinn er í nálægð við íbúabyggð. Þá segir ennfremur að rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til innanlandsflugs og staðsetning hans í miðri borg gerir kröfur til öryggis sem umferð herflugvéla getur ekki samræmst nema í undantekningartilvikum. Hins vegar verður flugvöllurinn varaflugvöllur og þjónar því hlutverki áfram eins og áður var nefnt. Þá þykja borgaryfirvöldum Isavia skilgreina hugtakið herflugvélar frekar þröngt. Þannig segir í tilkynningunni: Í tilefni fréttar Stöðvar tvö um umferð flugvéla um Reykjavíkurflugvöll skal eftirfarandi tekið fram: „Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá tekur það við beiðnum um yfirflugs- og lendingarheimildir frá flugvélum á vegum erlendra ríkisstjórna. Þessar yfirflugs- og lendingarheimildir til handa flugvélum erlendra ríkisstjórna, þ.m.t. herflugvélar, eru afgreiddar af utanríkisráðuneytinu. Það sem Isavia flokkar sem herflugvélar eru því flugvélar skráðar í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Isavia er því ekki með skilgreiningu á því hvort að vélin sé með bein hernaðarumsvif heldur er miðað við skráningu flugvélarinnar." Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Ef erlendir þjóðarleiðtogar ákveða að koma hingað til lands í svokölluðum State aircraft, eða herflugvélum, þá skulu þeir lenda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Orðrétt segir: „Eins og fram hefur komið í fréttum hafa margir þjóðhöfðingjar komið til landsins í svokölluðum State aircraft sem flokkast sem herflugvélar sem skráðar eru í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Með samþykkt borgarráðs í síðustu viku er Reykjavíkurborg ekki að leggjast gegn því að erlendir þjóðhöfðingjar komi í heimsókn til landsins. Kjósi þeir hins vegar að koma í herflugvél er það ósk borgaryfirvalda að flugmálayfirvöld beini þeim til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem er alþjóðaflugvöllur. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt öll aðstaða til lendingar fyrir herflugvélar og gætt fyllsta öryggis sem felst í því að þeim er lagt á sérstakt stæði langt frá öllu farþegaflugi." Svo segir í tilkynningunni að borgaryfirvöld telji mikilvægt að farið verði vandlega yfir þær reglur sem í gildi eru um umferð herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Vinna þurfi enn frekar að nánari skilgreiningu á því hvaða flugvélar verði skilgreindar sem herflugvélar með það að markmiði að auka öryggi í borginni sérstaklega í ljósi þess að flugvöllurinn er í nálægð við íbúabyggð. Þá segir ennfremur að rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til innanlandsflugs og staðsetning hans í miðri borg gerir kröfur til öryggis sem umferð herflugvéla getur ekki samræmst nema í undantekningartilvikum. Hins vegar verður flugvöllurinn varaflugvöllur og þjónar því hlutverki áfram eins og áður var nefnt. Þá þykja borgaryfirvöldum Isavia skilgreina hugtakið herflugvélar frekar þröngt. Þannig segir í tilkynningunni: Í tilefni fréttar Stöðvar tvö um umferð flugvéla um Reykjavíkurflugvöll skal eftirfarandi tekið fram: „Samkvæmt upplýsingum frá Isavia þá tekur það við beiðnum um yfirflugs- og lendingarheimildir frá flugvélum á vegum erlendra ríkisstjórna. Þessar yfirflugs- og lendingarheimildir til handa flugvélum erlendra ríkisstjórna, þ.m.t. herflugvélar, eru afgreiddar af utanríkisráðuneytinu. Það sem Isavia flokkar sem herflugvélar eru því flugvélar skráðar í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Isavia er því ekki með skilgreiningu á því hvort að vélin sé með bein hernaðarumsvif heldur er miðað við skráningu flugvélarinnar."
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira