Lífið

Paris Hilton aftur í sjónvarp

Paris Hilton. MYND/Cover Media
Paris Hilton. MYND/Cover Media

Paris Hilton, 29 ára, hefur landað samningi við sjónvarpsstöðina Oxygen network um að kvikmyndatökuvélar fylgi henni hvert fótspor þar sem tekið verður upp allt sem hún tekur sér fyrir hendur.

Um er að ræða raunveruleikaþátt þar sem fylgst verður með Paris og fleiri þekktum konum í Hollywood. Þar má nefna vinkonur Parisar, Brooke Mueller eiginkonu Charlie Sheen, Allison Melnick og Jennifer Rovero, og móður Parisar, Kathy Hilton.

Paris segir að nýr kafli í lífi hennar sé um það bil að hefjast og hann byrji þegar sjónvarpsþættirnir hefji göngu sína en hún er staðráðin í að bæta ímynd sína eftir að hún játaði að hafa haft í fórum sínum nokkur grömm af kókaíni.

Paris fékk skilorðsbundinn dóm í ár og var gert að sinna samfélagsskyldu.

Stjörnumerkjapælingar, spár og spjall á Lífinu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.