Lífið

Keypti föt fyrir 3 milljónir á 30 mínútum - fékk svo helmingsafslátt

Fergie og Will eru hér í góðu stuði á tónleikum Black Eyed Peas.
Fergie og Will eru hér í góðu stuði á tónleikum Black Eyed Peas.
Hljómsveitin Black Eyed Peas er þessar vikurnar á tónleikaferð um Evrópu. Stjörnurnar voru staddar í London um helgina og kíktu í verslunarleiðangur.

Söngvarinn Will.i.am fór meðal annars í verslun Vivienne Westwood. Hann var afar hrifinn og fór fögrum orðum um hönnun Vivienne. Verslunarstjórinn lokaði þá búðinni þannig að hann fengi frið.

Will valdi sér flíkur fyrir þrjár milljónir króna á aðeins 30 mínútum. Þrátt fyrir að vera moldríkur sendi hann samt aðstoðarmann sinn til að semja um afslátt. Niðurstaðan kom honum á óvart, helmingsafsláttur. Þegar þetta var ljóst fór söngvarinn annan hring í versluninni og bætti nokkrum kjólum og töskum við pöntunina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.