Jón Gnarr er maður ársins Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2010 15:14 Jón Gnarr er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr borgarstjóri er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr var oddviti Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Besti flokkurinn var nýtt framboð sem hlaut sex menn kjörna af fimmtán. Jón Gnarr var svo kjörinn borgarstjóri á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningarnar. Jón Gnarr mætti grímuklæddur í settið til Eddu Andrésdóttur en svipti svo af sér hulunni í miðju viðtali. Jón Gnarr sagði að hugmyndin að framboði Besta flokksins mætti rekja til efnahagshrunsins. „Það snerti mig mjög mikið tilfinningalega og félagslega. Ég fylgdist mjög mikið með því sem var að gerast í gegnum fjölmiðla og fylltist svo miklum sársauka og meðlíðan," sagði Jón Gnarr. Hann nefndi sem dæmi mótmælin á Austurvelli.Jón tók við viðurkenningunni í útsendingu á Kryddsíld.„Pabbi minn var lögga og ég fylltist mjög mikilli meðlíðan með lögreglunni," sagði Jón Gnarr. Hann hefði orðið var við mikið ofbeldi í mótmælunum sem hafi sífellt magnast. „Og ég var hræddur um að eitthvað leiðinlegt myndi gerast," sagði Jón Gnarr. Hann sagðist hafa talið að hann hefði getað haft áhrif og komið með eitthvað annað. Jón sagði að vel kæmi til greina að bjóða fram til Alþingis ef slíkar aðstæður myndu skapast. Tengdar fréttir Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31. desember 2010 15:04 Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31. desember 2010 14:15 Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31. desember 2010 15:01 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr var oddviti Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Besti flokkurinn var nýtt framboð sem hlaut sex menn kjörna af fimmtán. Jón Gnarr var svo kjörinn borgarstjóri á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningarnar. Jón Gnarr mætti grímuklæddur í settið til Eddu Andrésdóttur en svipti svo af sér hulunni í miðju viðtali. Jón Gnarr sagði að hugmyndin að framboði Besta flokksins mætti rekja til efnahagshrunsins. „Það snerti mig mjög mikið tilfinningalega og félagslega. Ég fylgdist mjög mikið með því sem var að gerast í gegnum fjölmiðla og fylltist svo miklum sársauka og meðlíðan," sagði Jón Gnarr. Hann nefndi sem dæmi mótmælin á Austurvelli.Jón tók við viðurkenningunni í útsendingu á Kryddsíld.„Pabbi minn var lögga og ég fylltist mjög mikilli meðlíðan með lögreglunni," sagði Jón Gnarr. Hann hefði orðið var við mikið ofbeldi í mótmælunum sem hafi sífellt magnast. „Og ég var hræddur um að eitthvað leiðinlegt myndi gerast," sagði Jón Gnarr. Hann sagðist hafa talið að hann hefði getað haft áhrif og komið með eitthvað annað. Jón sagði að vel kæmi til greina að bjóða fram til Alþingis ef slíkar aðstæður myndu skapast.
Tengdar fréttir Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31. desember 2010 15:04 Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31. desember 2010 14:15 Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31. desember 2010 15:01 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Sjá meira
Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31. desember 2010 15:04
Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31. desember 2010 14:15
Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31. desember 2010 15:01