Plötu Seabear lekið á netið 1. febrúar 2010 05:00 Nýjustu plötu hljómsveitarinnar Seabear, We Built a Fire, hefur verið lekið á netið. fréttablaðið/arnþór Nýjustu plötu hljómsveitarinnar Seabear, We Built a Fire, hefur verið lekið á netið, rúmum mánuði áður en hún kemur út. „Svona er þetta bara. Það er ekki hægt að gera neitt í þessu,“ segir Sindri Már Sigfússon úr Seabear. „Ég sá þetta fyrir nokkrum dögum og lét plötufyrirtækið vita. Þeir eru að reyna að gera tilraun til að láta loka á þessa síðu sem er komin með þetta. En ef ein er komin með þetta er þetta komið út um allt,“ segir Sindri og leiðir líkum að því að erlendir blaðamenn sem fengu kynningardiska í desember hafi sett plötuna á netið. „Svo veit maður ekkert hversu mikil áhrif þetta hefur á plötusölu. Ég veit að platan frá Grizzly Bear lak á netið þremur mánuðum áður en hún kom út. Þeir voru leiðir yfir því en svo þegar hún kom út fór hún á Billboard-listann.“ We Built a Fire átti upphaflega að koma út síðasta sumar en henni var frestað vegna þess að Sindri og félagar voru ekki nógu ánægðir með útkomuna. Engu að síður er þó nokkuð liðið síðan platan kláraðist en að sögn Sindra eru vinnubrögðin þannig hjá útgáfufyrirtækinu Morr að oft líður hálft ár þangað til plata kemur út eftir að lokið hefur verið við hana. „Þetta er aðallega út af kynningarmálum. Þeir senda plötuna á alla helstu fjölmiðla og gá hvort þeir fái góð viðbrögð,“ segir hann. Plötufyrirtækið Borgin, sem gefur Seabear út á Íslandi, óskaði einmitt eftir því að gefa plötuna út fyrir jólin hérna heima en kom að lokuðum dyrum. Seabaer fer í tónleikaferð um Þýskaland til að fylgja plötunni eftir. Eftir það verður ferðinini heitið til Bandaríkjanna. „Við erum að gíra okkur andlega upp í þetta. Við erum öll spennt að spila nýju lögin og sjá hvernig fólk tekur í þau,“ segir Sindri. freyr@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Nýjustu plötu hljómsveitarinnar Seabear, We Built a Fire, hefur verið lekið á netið, rúmum mánuði áður en hún kemur út. „Svona er þetta bara. Það er ekki hægt að gera neitt í þessu,“ segir Sindri Már Sigfússon úr Seabear. „Ég sá þetta fyrir nokkrum dögum og lét plötufyrirtækið vita. Þeir eru að reyna að gera tilraun til að láta loka á þessa síðu sem er komin með þetta. En ef ein er komin með þetta er þetta komið út um allt,“ segir Sindri og leiðir líkum að því að erlendir blaðamenn sem fengu kynningardiska í desember hafi sett plötuna á netið. „Svo veit maður ekkert hversu mikil áhrif þetta hefur á plötusölu. Ég veit að platan frá Grizzly Bear lak á netið þremur mánuðum áður en hún kom út. Þeir voru leiðir yfir því en svo þegar hún kom út fór hún á Billboard-listann.“ We Built a Fire átti upphaflega að koma út síðasta sumar en henni var frestað vegna þess að Sindri og félagar voru ekki nógu ánægðir með útkomuna. Engu að síður er þó nokkuð liðið síðan platan kláraðist en að sögn Sindra eru vinnubrögðin þannig hjá útgáfufyrirtækinu Morr að oft líður hálft ár þangað til plata kemur út eftir að lokið hefur verið við hana. „Þetta er aðallega út af kynningarmálum. Þeir senda plötuna á alla helstu fjölmiðla og gá hvort þeir fái góð viðbrögð,“ segir hann. Plötufyrirtækið Borgin, sem gefur Seabear út á Íslandi, óskaði einmitt eftir því að gefa plötuna út fyrir jólin hérna heima en kom að lokuðum dyrum. Seabaer fer í tónleikaferð um Þýskaland til að fylgja plötunni eftir. Eftir það verður ferðinini heitið til Bandaríkjanna. „Við erum að gíra okkur andlega upp í þetta. Við erum öll spennt að spila nýju lögin og sjá hvernig fólk tekur í þau,“ segir Sindri. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira