Enski boltinn

Shorey lánaður til Fulham út tímabilið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nicky Shorey.
Nicky Shorey. Nordic photos/AFP

Vinstri bakvörðurinn Nicky Shorey hefur verið lánaður til Fulham frá Aston Villa út yfirstandandi keppnistímabil en Sky Sports fréttastofan greindi frá þessu í dag.

Shorey kom til Aston Villa frá Reading í ágúst árið 2008 en hefur ekki fengið að spreyta sig með Aston Villa á þessu tímabili og fór til að mynda á láni til Nottingham Forest nýverið.

Hinn 28 ára gamli Shorey á að baki tvo landsleiki fyrir enska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×