Íslendingar á bótum sendir til síns heima 1. febrúar 2010 02:00 Norrænum ríkisborgurum sem búsettir eru á Norðurlöndunum utan föðurlandsins er í auknum mæli vísað úr landi, ef talið er að þeir geti ekki séð sér farborða. fréttablaðið/pjetur Dæmi eru um að Íslendingum sem þiggja bætur í Danmörku hafi verið skipað úr landi. „Dvalarleyfi þitt í Danmörku er fallið niður og þú þarft þess vegna að fara úr landi… Ef þú gerir það ekki átt þú á hættu að vera vísað úr landi og refsað fyrir ólöglega dvöl í Danmörku“, segir í bréfi sem Íslendingur í Danmörku fékk á síðasta ári. Samkvæmt því bréfi sem sent var frá danska Útlendingaeftirlitinu hafði sveitarfélagið þar sem Íslendingurinn var búsettur gert Útlendingaeftirlitinu viðvart um að hann þægi framfærslustyrk. Bent er á í bréfinu að samkvæmt lögum megi Íslendingar dvelja án dvalarleyfis í landinu en einnig á að ákvæði í lögum um virkni á vinnumarkaði geri það kleift að vísa þessum einstaklingi úr landi. Í frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org, kemur fram að fjölmörgum norrænum ríkisborgurum sem ekki geta séð sér farborða hafi verið vísað úr landi með dómsúrskurði. Aðallega sé um að ræða brottvísanir frá Danmörku en einnig frá Svíþjóð. Bent er á í fréttinni að í norræna sáttmálanum frá 1994 standi að allir Norðurlandabúar eigi rétt á að búa í öðru norrænu landi. Enn fremur segir að mörg þeirra mála sem upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Hallo Norden eða Halló Norðurlönd, hafi skráð séu erfið dómsmál þar sem túlkun á reglum virðist smám saman hafa orðið þrengri. Alma Sigurðardóttir, verkefnastjóri Halló Norðurlönd á Íslandi, segist hafa haft spurnir af Íslendingum í Danmörku sem hafa fengið bréf þar sem réttur þeirra til dvalar er felldur niður vegna þess að þeir þáðu bætur frá danska ríkinu. Hún segir dönsk sveitarfélög hafa mikið sjálfstæði og lög er varða Norðurlandabúa því túlkuð misjafnlega á milli þeirra. Hún segir upplýsingar um hversu margir þetta séu ekki liggja fyrir. Alma bendir á að þessar brottvísanir séu í mótsögn við reglur er kveða á um að Íslendingar þurfi ekki dvalarleyfi til að dvelja annars staðar á Norðurlöndunum. Enginn frá Norðurlöndunum hefur verið sendur úr landi frá Íslandi á grundvelli þess að vera á framfæri félagslega kerfisins samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Norræna borgara- og neytendanefndin hefur farið fram á það við ríkisstjórnir norrænu ríkjanna að fá nánari upplýsingar um þessi mál og ætlar að fjalla um þau á fundi í apríl.sigridur@frettabladid.is Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Dæmi eru um að Íslendingum sem þiggja bætur í Danmörku hafi verið skipað úr landi. „Dvalarleyfi þitt í Danmörku er fallið niður og þú þarft þess vegna að fara úr landi… Ef þú gerir það ekki átt þú á hættu að vera vísað úr landi og refsað fyrir ólöglega dvöl í Danmörku“, segir í bréfi sem Íslendingur í Danmörku fékk á síðasta ári. Samkvæmt því bréfi sem sent var frá danska Útlendingaeftirlitinu hafði sveitarfélagið þar sem Íslendingurinn var búsettur gert Útlendingaeftirlitinu viðvart um að hann þægi framfærslustyrk. Bent er á í bréfinu að samkvæmt lögum megi Íslendingar dvelja án dvalarleyfis í landinu en einnig á að ákvæði í lögum um virkni á vinnumarkaði geri það kleift að vísa þessum einstaklingi úr landi. Í frétt á heimasíðu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org, kemur fram að fjölmörgum norrænum ríkisborgurum sem ekki geta séð sér farborða hafi verið vísað úr landi með dómsúrskurði. Aðallega sé um að ræða brottvísanir frá Danmörku en einnig frá Svíþjóð. Bent er á í fréttinni að í norræna sáttmálanum frá 1994 standi að allir Norðurlandabúar eigi rétt á að búa í öðru norrænu landi. Enn fremur segir að mörg þeirra mála sem upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Hallo Norden eða Halló Norðurlönd, hafi skráð séu erfið dómsmál þar sem túlkun á reglum virðist smám saman hafa orðið þrengri. Alma Sigurðardóttir, verkefnastjóri Halló Norðurlönd á Íslandi, segist hafa haft spurnir af Íslendingum í Danmörku sem hafa fengið bréf þar sem réttur þeirra til dvalar er felldur niður vegna þess að þeir þáðu bætur frá danska ríkinu. Hún segir dönsk sveitarfélög hafa mikið sjálfstæði og lög er varða Norðurlandabúa því túlkuð misjafnlega á milli þeirra. Hún segir upplýsingar um hversu margir þetta séu ekki liggja fyrir. Alma bendir á að þessar brottvísanir séu í mótsögn við reglur er kveða á um að Íslendingar þurfi ekki dvalarleyfi til að dvelja annars staðar á Norðurlöndunum. Enginn frá Norðurlöndunum hefur verið sendur úr landi frá Íslandi á grundvelli þess að vera á framfæri félagslega kerfisins samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Norræna borgara- og neytendanefndin hefur farið fram á það við ríkisstjórnir norrænu ríkjanna að fá nánari upplýsingar um þessi mál og ætlar að fjalla um þau á fundi í apríl.sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira