Jón Gnarr er maður ársins Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2010 15:14 Jón Gnarr er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr borgarstjóri er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr var oddviti Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Besti flokkurinn var nýtt framboð sem hlaut sex menn kjörna af fimmtán. Jón Gnarr var svo kjörinn borgarstjóri á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningarnar. Jón Gnarr mætti grímuklæddur í settið til Eddu Andrésdóttur en svipti svo af sér hulunni í miðju viðtali. Jón Gnarr sagði að hugmyndin að framboði Besta flokksins mætti rekja til efnahagshrunsins. „Það snerti mig mjög mikið tilfinningalega og félagslega. Ég fylgdist mjög mikið með því sem var að gerast í gegnum fjölmiðla og fylltist svo miklum sársauka og meðlíðan," sagði Jón Gnarr. Hann nefndi sem dæmi mótmælin á Austurvelli.Jón tók við viðurkenningunni í útsendingu á Kryddsíld.„Pabbi minn var lögga og ég fylltist mjög mikilli meðlíðan með lögreglunni," sagði Jón Gnarr. Hann hefði orðið var við mikið ofbeldi í mótmælunum sem hafi sífellt magnast. „Og ég var hræddur um að eitthvað leiðinlegt myndi gerast," sagði Jón Gnarr. Hann sagðist hafa talið að hann hefði getað haft áhrif og komið með eitthvað annað. Jón sagði að vel kæmi til greina að bjóða fram til Alþingis ef slíkar aðstæður myndu skapast. Tengdar fréttir Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31. desember 2010 15:04 Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31. desember 2010 14:15 Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31. desember 2010 15:01 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Jón Gnarr var oddviti Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Besti flokkurinn var nýtt framboð sem hlaut sex menn kjörna af fimmtán. Jón Gnarr var svo kjörinn borgarstjóri á fyrsta borgarstjórnarfundi eftir kosningarnar. Jón Gnarr mætti grímuklæddur í settið til Eddu Andrésdóttur en svipti svo af sér hulunni í miðju viðtali. Jón Gnarr sagði að hugmyndin að framboði Besta flokksins mætti rekja til efnahagshrunsins. „Það snerti mig mjög mikið tilfinningalega og félagslega. Ég fylgdist mjög mikið með því sem var að gerast í gegnum fjölmiðla og fylltist svo miklum sársauka og meðlíðan," sagði Jón Gnarr. Hann nefndi sem dæmi mótmælin á Austurvelli.Jón tók við viðurkenningunni í útsendingu á Kryddsíld.„Pabbi minn var lögga og ég fylltist mjög mikilli meðlíðan með lögreglunni," sagði Jón Gnarr. Hann hefði orðið var við mikið ofbeldi í mótmælunum sem hafi sífellt magnast. „Og ég var hræddur um að eitthvað leiðinlegt myndi gerast," sagði Jón Gnarr. Hann sagðist hafa talið að hann hefði getað haft áhrif og komið með eitthvað annað. Jón sagði að vel kæmi til greina að bjóða fram til Alþingis ef slíkar aðstæður myndu skapast.
Tengdar fréttir Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31. desember 2010 15:04 Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31. desember 2010 14:15 Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31. desember 2010 15:01 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur. 31. desember 2010 15:04
Forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana sem hluta af stjórnarliðinu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lítur ekki á þremenningana í VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga næsta árs sem hluta af stjórnarliðinu. „Það geri ég ekki,“ sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í málið í Kryddsíldinni í dag. 31. desember 2010 14:15
Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu. 31. desember 2010 15:01