Innlent

Þýsku orrustuþoturnar koma í dag

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Sex orrustuþotur þýska flughersins lenda á Keflavíkurflugvelli nú laust fyrir klukkan eitt. Flugsveitin sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi til 25. júní.

Sveitin verður hér í boði íslenskra stjórnvalda og starfar í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Um 140 liðsmenn þýska flughersins verða á Íslandi vegna verkefnisins, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar sinna loftrýmisgæslu hér á landi.

Flugsveitin mun næstu daga kynna sér aðstæður hér á landi, æfa lendingar á Keflavíkurflugvelli og aðflug að Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×