Mörður Árnason tók í dag sæti á Alþingi í stað Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði formlega af sér þingmennsku í gær. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, bauð Mörð velkominn til starfa við upphaf þingfundar.
Mörður sat á þingi fyrir Samfylkinguna á árunum 2003 til 2007. Undanfarin þrjú ár hefur hann verið varaþingmaður.