Spilar á fiðlu með austurrískri poppstjörnu 5. febrúar 2010 06:30 Efnilegur fiðluleikari Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir fiðluleikari spilar með austurrísku poppstjörnunni <B>Önnu F </B>á nýrri plötu þeirrar síðarnefndu. Anna F. hitaði upp fyrir Lenny Kravitz á tónleikaferð hans um Evrópu.Mynd/Þórdís Reynis Fiðluleikaranum Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur bauðst nýverið að spila með austurrísku söngkonunni Önnu F sem slegið hefur í gegn í heimalandi sínu og hitaði meðal annars upp fyrir Lenny Kravitz á tónleikaferðalagi hans í sumar. Geirþrúður hefur verið búsett í Austurríki í tæpt ár þar sem hún stundar einkanám í fiðluleik. „Ég kynntist öðrum fiðluleikara fyrir jól sem spurði mig svo hvort ég vildi taka að mér verkefni. Ég sagði já, því mér finnst alltaf gaman að fá að spila eitthvað annað en klassíska tónlist. Þegar ég kom aftur út til Vínar eftir jólafrí kom í ljós að verkefnið er að spila með þessari stelpu, Önnu F,“ útskýrir Geirþrúður Ása, sem er nýkomin aftur til Vínarborgar eftir að hafa dvalið úti á landi við upptökur á fyrstu plötu Önnu F sem kemur út fyrir helgi. „Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og í þokkabót er hún sjálf alveg yndisleg. Hún er mjög efnilegur tónlistarmaður og semur allt sitt efni sjálf og hún er einnig mjög dugleg að koma sjálfri sér á framfæri. Hún hefur einnig setið fyrir í auglýsingum fyrir Puma og Red Bull þannig að hún er líka með útlitið með sér,“ segir hún og hlær. Sérstakir útgáfutónleikar verða haldnir seinna í mánuðinum til að fagna útgáfu plötunnar og fara þeir fram á einum helsta djassklúbb Vínar. Þar mun Geirþrúður spila undir auk annars fiðluleikara, sellóleikara og hljómsveit. Geirþrúður Ása hefur leikið á fiðlu frá því hún var þriggja ára gömul og á tónlistarnámið hug hennar allan. Aðspurð segist henni líða vel í Vínarborg og býst hún við að dvelja þar um óákveðinn tíma. „Það er voða huggulegt að vera hér í Vín og ég er líka loksins farin að geta talað þýskuna. Stundum á ég erfitt með að skilja ákveðnar mállýskur og verð eins og spurningarmerki í framan, en annars gengur þetta mjög vel. Fólk er líka mjög duglegt að hjálpa manni með tungumálið og leiðrétta mig þegar þess þarf,“ segir Geirþrúður Ása að lokum. Hægt er að skoða upptöku af tónleikum sem Geirþrúður Ása spilaði með Önnu F á síðunni www.tv-media.at. sara@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Fiðluleikaranum Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur bauðst nýverið að spila með austurrísku söngkonunni Önnu F sem slegið hefur í gegn í heimalandi sínu og hitaði meðal annars upp fyrir Lenny Kravitz á tónleikaferðalagi hans í sumar. Geirþrúður hefur verið búsett í Austurríki í tæpt ár þar sem hún stundar einkanám í fiðluleik. „Ég kynntist öðrum fiðluleikara fyrir jól sem spurði mig svo hvort ég vildi taka að mér verkefni. Ég sagði já, því mér finnst alltaf gaman að fá að spila eitthvað annað en klassíska tónlist. Þegar ég kom aftur út til Vínar eftir jólafrí kom í ljós að verkefnið er að spila með þessari stelpu, Önnu F,“ útskýrir Geirþrúður Ása, sem er nýkomin aftur til Vínarborgar eftir að hafa dvalið úti á landi við upptökur á fyrstu plötu Önnu F sem kemur út fyrir helgi. „Mér finnst þetta mjög spennandi verkefni og í þokkabót er hún sjálf alveg yndisleg. Hún er mjög efnilegur tónlistarmaður og semur allt sitt efni sjálf og hún er einnig mjög dugleg að koma sjálfri sér á framfæri. Hún hefur einnig setið fyrir í auglýsingum fyrir Puma og Red Bull þannig að hún er líka með útlitið með sér,“ segir hún og hlær. Sérstakir útgáfutónleikar verða haldnir seinna í mánuðinum til að fagna útgáfu plötunnar og fara þeir fram á einum helsta djassklúbb Vínar. Þar mun Geirþrúður spila undir auk annars fiðluleikara, sellóleikara og hljómsveit. Geirþrúður Ása hefur leikið á fiðlu frá því hún var þriggja ára gömul og á tónlistarnámið hug hennar allan. Aðspurð segist henni líða vel í Vínarborg og býst hún við að dvelja þar um óákveðinn tíma. „Það er voða huggulegt að vera hér í Vín og ég er líka loksins farin að geta talað þýskuna. Stundum á ég erfitt með að skilja ákveðnar mállýskur og verð eins og spurningarmerki í framan, en annars gengur þetta mjög vel. Fólk er líka mjög duglegt að hjálpa manni með tungumálið og leiðrétta mig þegar þess þarf,“ segir Geirþrúður Ása að lokum. Hægt er að skoða upptöku af tónleikum sem Geirþrúður Ása spilaði með Önnu F á síðunni www.tv-media.at. sara@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira