Erlent

Vandi risaþotu verður leystur

Sarkozy og Merkel Hittust í París í gær. fréttablaðið/AP
Sarkozy og Merkel Hittust í París í gær. fréttablaðið/AP
Angela Merkel Þýskalandskanslari brá sér í heimsókn til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta í París í gær. Helsta deiluefni fundarins snerist um örlög A400M-risaherflutningþotunnar, sem fjármagn vantar til að ljúka við smíði á. Að loknum fundinum sögðu þau fátt annað en að lausn muni finnast á þeim deilum. Þau voru einnig spurð út í ákvörðun Baracks Obama Bandaríkjaforseta að mæta ekki á leiðtogafund Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Spáni í maí. Þau gerðu lítið úr því. „Á það að vera eina vandamál okkar í heiminum nú um stundir?“ spurði Sarkozy. gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×