Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Manchester City verður aldrei stærra en United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, skaut á nágrannana í Manchester City í viðtali við The Guardian. Ferguson býst alveg eins við því að City missi fótanna í peningamálunum og endi að lokum með að falla úr deildinni.

„Manchester City er með svo mikinn pening að það gæti keypt alla leikmenn í heimi en geta þeir keypt lið, geta þeir keypt Manchester United andann? Manchester City verður aldrei stærra en United þrátt fyrir að hafa alla þessa peninga," segir Sir Alex Ferguson og bætir við:

„Vandamálið er þegar þú ert með svona mikla peninga á milli handanna þá kaupir þú leikmenn af handahófi. Við höfum dæmi um að það hafi farið illa fyrir svona liði því lið Sunderland á sjötta áratugnum, "Englandsbankaliðið", það féll á endanum úr deildinni. Ég óska þess þó ekki að City falli," segir Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×