Fjölskyldan sátt án sjónvarps 6. janúar 2010 06:30 Þorsteinn les bækur og kíkir á netið, þrátt fyrir lélega nettengingu, í staðinn fyrir að horfa á sjónvarp. „Þetta er alltaf gaman. Mér skilst að þetta sé býsna vinsælt sjónvarpsefni," segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Hann keppir í annarri umferð í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu á föstudagskvöld ásamt liðsfélögum sínum Ingunni Snædal og Stefáni Boga Sveinssyni. Mótherjinn verður Kópavogur, hinn sami og sigraði Fljótsdalshérað í úrslitum í fyrra. Þorsteinn hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með liði sínu og virðist sjónvarpsleysið á heimili hans því greinilega engu máli skipta. „Við höfum aldrei haft sjónvarp frá því að við byrjuðum að búa við hjónin. Ætli ég verði ekki að segja að okkur leiðist það heldur og ekki fer það batnandi eftir því sem tímarnir líða fram," segir Þorsteinn, sem er kvæntur Soffíu Ingvarsdóttur, kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Okkur var sagt að við kæmumst ekki upp með þetta því við eigum börn sem eru tíu og þrettán ára og að þau myndu fara að heimta sjónvarp þegar þau yxu úr grasi. En það hefur nú ekkert gerst, þetta er bara þeirra veruleiki." En hvað með Netið, er það til staðar? „Já, en við erum að vísu með mjög lélega tengingu en það stendur víst til bóta. Það verður mikil breyting," segir hann og bætir við: „Ég hef alltaf haft þá afstöðu gagnvart nýjungum að ég hef tekið það upp sem mér líkar og sleppt hinu. Maður á ekki að gleypa við öllu." Þorsteinn segist hafa lesið mjög mikið þegar hann var yngri og hann búi að því í dag. „Þetta er held ég gamall banki sem ég er að ganga í. Það er einhvern veginn þannig að það sem maður les innan við tvítugt, það situr vel og þá las ég alveg reiðinnar býsn," segir hann og nefnir að allt sem snýr að náttúrunni sé sín sterkasta hlið í Útsvarinu. - fb Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Þetta er alltaf gaman. Mér skilst að þetta sé býsna vinsælt sjónvarpsefni," segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Hann keppir í annarri umferð í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu á föstudagskvöld ásamt liðsfélögum sínum Ingunni Snædal og Stefáni Boga Sveinssyni. Mótherjinn verður Kópavogur, hinn sami og sigraði Fljótsdalshérað í úrslitum í fyrra. Þorsteinn hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með liði sínu og virðist sjónvarpsleysið á heimili hans því greinilega engu máli skipta. „Við höfum aldrei haft sjónvarp frá því að við byrjuðum að búa við hjónin. Ætli ég verði ekki að segja að okkur leiðist það heldur og ekki fer það batnandi eftir því sem tímarnir líða fram," segir Þorsteinn, sem er kvæntur Soffíu Ingvarsdóttur, kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Okkur var sagt að við kæmumst ekki upp með þetta því við eigum börn sem eru tíu og þrettán ára og að þau myndu fara að heimta sjónvarp þegar þau yxu úr grasi. En það hefur nú ekkert gerst, þetta er bara þeirra veruleiki." En hvað með Netið, er það til staðar? „Já, en við erum að vísu með mjög lélega tengingu en það stendur víst til bóta. Það verður mikil breyting," segir hann og bætir við: „Ég hef alltaf haft þá afstöðu gagnvart nýjungum að ég hef tekið það upp sem mér líkar og sleppt hinu. Maður á ekki að gleypa við öllu." Þorsteinn segist hafa lesið mjög mikið þegar hann var yngri og hann búi að því í dag. „Þetta er held ég gamall banki sem ég er að ganga í. Það er einhvern veginn þannig að það sem maður les innan við tvítugt, það situr vel og þá las ég alveg reiðinnar býsn," segir hann og nefnir að allt sem snýr að náttúrunni sé sín sterkasta hlið í Útsvarinu. - fb
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira