Fjölskyldan sátt án sjónvarps 6. janúar 2010 06:30 Þorsteinn les bækur og kíkir á netið, þrátt fyrir lélega nettengingu, í staðinn fyrir að horfa á sjónvarp. „Þetta er alltaf gaman. Mér skilst að þetta sé býsna vinsælt sjónvarpsefni," segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Hann keppir í annarri umferð í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu á föstudagskvöld ásamt liðsfélögum sínum Ingunni Snædal og Stefáni Boga Sveinssyni. Mótherjinn verður Kópavogur, hinn sami og sigraði Fljótsdalshérað í úrslitum í fyrra. Þorsteinn hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með liði sínu og virðist sjónvarpsleysið á heimili hans því greinilega engu máli skipta. „Við höfum aldrei haft sjónvarp frá því að við byrjuðum að búa við hjónin. Ætli ég verði ekki að segja að okkur leiðist það heldur og ekki fer það batnandi eftir því sem tímarnir líða fram," segir Þorsteinn, sem er kvæntur Soffíu Ingvarsdóttur, kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Okkur var sagt að við kæmumst ekki upp með þetta því við eigum börn sem eru tíu og þrettán ára og að þau myndu fara að heimta sjónvarp þegar þau yxu úr grasi. En það hefur nú ekkert gerst, þetta er bara þeirra veruleiki." En hvað með Netið, er það til staðar? „Já, en við erum að vísu með mjög lélega tengingu en það stendur víst til bóta. Það verður mikil breyting," segir hann og bætir við: „Ég hef alltaf haft þá afstöðu gagnvart nýjungum að ég hef tekið það upp sem mér líkar og sleppt hinu. Maður á ekki að gleypa við öllu." Þorsteinn segist hafa lesið mjög mikið þegar hann var yngri og hann búi að því í dag. „Þetta er held ég gamall banki sem ég er að ganga í. Það er einhvern veginn þannig að það sem maður les innan við tvítugt, það situr vel og þá las ég alveg reiðinnar býsn," segir hann og nefnir að allt sem snýr að náttúrunni sé sín sterkasta hlið í Útsvarinu. - fb Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Þetta er alltaf gaman. Mér skilst að þetta sé býsna vinsælt sjónvarpsefni," segir Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Hann keppir í annarri umferð í spurningakeppninni Útsvari í Sjónvarpinu á föstudagskvöld ásamt liðsfélögum sínum Ingunni Snædal og Stefáni Boga Sveinssyni. Mótherjinn verður Kópavogur, hinn sami og sigraði Fljótsdalshérað í úrslitum í fyrra. Þorsteinn hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með liði sínu og virðist sjónvarpsleysið á heimili hans því greinilega engu máli skipta. „Við höfum aldrei haft sjónvarp frá því að við byrjuðum að búa við hjónin. Ætli ég verði ekki að segja að okkur leiðist það heldur og ekki fer það batnandi eftir því sem tímarnir líða fram," segir Þorsteinn, sem er kvæntur Soffíu Ingvarsdóttur, kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Okkur var sagt að við kæmumst ekki upp með þetta því við eigum börn sem eru tíu og þrettán ára og að þau myndu fara að heimta sjónvarp þegar þau yxu úr grasi. En það hefur nú ekkert gerst, þetta er bara þeirra veruleiki." En hvað með Netið, er það til staðar? „Já, en við erum að vísu með mjög lélega tengingu en það stendur víst til bóta. Það verður mikil breyting," segir hann og bætir við: „Ég hef alltaf haft þá afstöðu gagnvart nýjungum að ég hef tekið það upp sem mér líkar og sleppt hinu. Maður á ekki að gleypa við öllu." Þorsteinn segist hafa lesið mjög mikið þegar hann var yngri og hann búi að því í dag. „Þetta er held ég gamall banki sem ég er að ganga í. Það er einhvern veginn þannig að það sem maður les innan við tvítugt, það situr vel og þá las ég alveg reiðinnar býsn," segir hann og nefnir að allt sem snýr að náttúrunni sé sín sterkasta hlið í Útsvarinu. - fb
Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira