Lífið

Ráðin í The Raven

Eve vakti athygli í gamanmyndinni She’s Out of My League. nordicphotos/getty
Eve vakti athygli í gamanmyndinni She’s Out of My League. nordicphotos/getty
Hin ungu og upprennandi Alice Eve og Luke Evans eru í viðræðum um að leika á móti John Cusack í spennumyndinni The Raven sem er byggð á samnefndu ljóði Edgars Allans Poe. Leikstjóri er James McTeigue sem hefur á ferilskránni myndirnar V for Vendetta og Ninja Assassin.

Evans, sem lék síðast í Hróa Hetti á móti Russell Crowe, fékk hlutverkið eftir að Jeremy Renner ákvað frekar að leika í Mission: Impossible 4. Evans leikur rannsóknarlögreglumann sem ásamt Cusack leitar að raðmorðingja sem hefur rænt unnustu skáldsins Poe (Eve) og er byrjaður að myrða fólk þar sem hann hermir eftir verkum skáldsins. Eve vakti síðast athygli í rómantísku gamanmyndinni She’s Out of My League og lauk nýverið tökum á bresku gamanmyndinni The Decoy Bride. Undanfarið hefur hún leikið í spennumyndinni ATM en á meðal næstu mynda Luke Evans eru Skytturnar þrjár og Tamare Drewe þar sem hann leikur á móti Gemmu Arterton. Tökur á The Raven hefjast 25. október og fara þær fram í Búdapest og í Serbíu. Sögusviðið er Baltimore árið 1849.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.