Lífið

Sometime með smáskífu

Sometime Hljómsveitin Sometime hefur gefið út þriðju smáskífuna af sinni fyrstu plötu.
Sometime Hljómsveitin Sometime hefur gefið út þriðju smáskífuna af sinni fyrstu plötu.

Hljómsveitin Sometime hefur gefið út á Netinu sína þriðju smáskífu af fyrstu og einu plötu sinni Supercalifragilisticexpialidocious sem var endurútgefin á síðasta ári. Á skífunni eru fimm endurhljóðblandanir af laginu Optimal Ending eftir Tommi White, Redd Lights, FM Belfast og Leopold Kristjánsson & Steinunni.

Skífan er fáanleg á hinum ýmsu tónlistarveitum á Netinu, þar á meðal iTunes, Tónlist.is og Gogoyoko. Sometime er um þessar mundir að taka upp sína aðra breiðskífu og er hún væntanleg með hækkandi sól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.