West Ham-glamið búið 21. janúar 2010 06:00 Skrautlegt <B>Eggert Magnússon</B> var oft sýndur í skoplegu ljósi í breskum fjölmiðlum og einn lesenda Guardian sá hann sem geimveru á Upton Park. Nýir eigendur félagsins hafa lýst því yfir að þeir þurfi að hreinsa ærlega til eftir óráðsíu Eggerts og <B>Björgólfs Guðmundssonar</B>. <B>Hlynur Áskelsson</B> samdi lag um íslenska eignarhaldið og reiknar með því að þurfa að senda frá sér minningu um ensku knattspyrnufélögin sem Íslendingar áttu. Á mánudag lauk enn einum kaflanum í útrásarævintýri Íslendinga þegar viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan keyptu helmingshlut í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Eftir stendur kannski bara minning um tvo roskna menn og lag um West Ham. „Mann setur eiginlega bara hljóðan, að þetta skyldi fara svona," segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4. Hann samdi á sínum tíma lag um íslenska ævintýrið á Upton Park. Og náttúrlega lagið um Stoke City sem Íslendingar keyptu fyrir allmörgum árum með fremur dræmum árangri. „Þegar ég sem lög um knattspyrnufélög þá virðast hlutirnir ekki fara alveg eins og þeir eiga að fara því ég á líka hluta af texta í aðal-stuðningsmannalagi Þróttar og þeir hafa ekki gert neitt annað en að falla síðan það fór að heyrast." Eignarhald Íslendinga á West Ham var skrautlegt og farsakennt, frægar en úrsérgengnar knattspyrnustjörnur voru fengnar til félagsins á himinháum launum og stjórnarformaðurinn Eggert Magnússon var ýmist nefndur kex-baróninn eða egg-head í bresku pressunni. Upp úr sauð milli Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts um miðjan desember 2007 og var Eggert látinn fara með þeim orðum að hann hefði bara verið Coca Cola-skiltið. Björgólfur átti þá félagið einn og settist sjálfur í stjórnarformannssætið en hafði áður verið heiðursforseti. Breskir fjölmiðlar fjölluðu í fyrstu á mjög jákvæðum nótum um íslensku eigendurna en þegar halla fór undan fæti hjá félaginu voru Íslendingarnir sagðir vera blóðugir upp fyrir haus í slátrun á einum elsta og virtasta knattspyrnuklúbbi Bretlands, svo vitnað sé til umfjöllunar The Sun um fjárhag félagsins. Lag Hlyns um West Ham var gefið nafnið Sagan af Bjögga og Eggerti og var textinn fyrst birtur í Fréttablaðinu. Fyrsta línan var „Það er glam að eiga West Ham," en nú er því lokið. Hlynur gerði síðar myndband eftir laginu og upplýsir að hann hafi sótt um styrk til Landsbankans, á þeim tíma sem Björgólfsfeðgarnir áttu bankann, til að kosta gerð myndbandsins en honum var neitað. „Og svo vildu þeir félagar ekki einu sinni leika í því, ég óskaði eftir því en þeir sögðu bara nei," segir Hlynur og bendir á að það hafi nú heldur betur komið í bakið á þeim. „Annars er þetta West Ham-ævintýri bara klausa í sögunni og hún hefur verið hljóð- og myndskreytt. Það má því segja að maður hafi stimplað sig rækilega inn í söguna," segir Hlynur og bendir á að kannski kenni þetta íslenskum áhugamönnum um fótbolta bara eitt, að hugsa fyrst og fremst um að rækta eigin garð og halda sig bara heima. Hlynur leyfir sér að efast um að hann muni semja lag um annað knattspyrnufélag en hugsar málið síðan aðeins betur. „Kannski að maður ætti að semja minningarljóð um þessi tvö félög, jú veistu, ég held það bara." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Á mánudag lauk enn einum kaflanum í útrásarævintýri Íslendinga þegar viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan keyptu helmingshlut í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Eftir stendur kannski bara minning um tvo roskna menn og lag um West Ham. „Mann setur eiginlega bara hljóðan, að þetta skyldi fara svona," segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4. Hann samdi á sínum tíma lag um íslenska ævintýrið á Upton Park. Og náttúrlega lagið um Stoke City sem Íslendingar keyptu fyrir allmörgum árum með fremur dræmum árangri. „Þegar ég sem lög um knattspyrnufélög þá virðast hlutirnir ekki fara alveg eins og þeir eiga að fara því ég á líka hluta af texta í aðal-stuðningsmannalagi Þróttar og þeir hafa ekki gert neitt annað en að falla síðan það fór að heyrast." Eignarhald Íslendinga á West Ham var skrautlegt og farsakennt, frægar en úrsérgengnar knattspyrnustjörnur voru fengnar til félagsins á himinháum launum og stjórnarformaðurinn Eggert Magnússon var ýmist nefndur kex-baróninn eða egg-head í bresku pressunni. Upp úr sauð milli Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts um miðjan desember 2007 og var Eggert látinn fara með þeim orðum að hann hefði bara verið Coca Cola-skiltið. Björgólfur átti þá félagið einn og settist sjálfur í stjórnarformannssætið en hafði áður verið heiðursforseti. Breskir fjölmiðlar fjölluðu í fyrstu á mjög jákvæðum nótum um íslensku eigendurna en þegar halla fór undan fæti hjá félaginu voru Íslendingarnir sagðir vera blóðugir upp fyrir haus í slátrun á einum elsta og virtasta knattspyrnuklúbbi Bretlands, svo vitnað sé til umfjöllunar The Sun um fjárhag félagsins. Lag Hlyns um West Ham var gefið nafnið Sagan af Bjögga og Eggerti og var textinn fyrst birtur í Fréttablaðinu. Fyrsta línan var „Það er glam að eiga West Ham," en nú er því lokið. Hlynur gerði síðar myndband eftir laginu og upplýsir að hann hafi sótt um styrk til Landsbankans, á þeim tíma sem Björgólfsfeðgarnir áttu bankann, til að kosta gerð myndbandsins en honum var neitað. „Og svo vildu þeir félagar ekki einu sinni leika í því, ég óskaði eftir því en þeir sögðu bara nei," segir Hlynur og bendir á að það hafi nú heldur betur komið í bakið á þeim. „Annars er þetta West Ham-ævintýri bara klausa í sögunni og hún hefur verið hljóð- og myndskreytt. Það má því segja að maður hafi stimplað sig rækilega inn í söguna," segir Hlynur og bendir á að kannski kenni þetta íslenskum áhugamönnum um fótbolta bara eitt, að hugsa fyrst og fremst um að rækta eigin garð og halda sig bara heima. Hlynur leyfir sér að efast um að hann muni semja lag um annað knattspyrnufélag en hugsar málið síðan aðeins betur. „Kannski að maður ætti að semja minningarljóð um þessi tvö félög, jú veistu, ég held það bara." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira