West Ham-glamið búið 21. janúar 2010 06:00 Skrautlegt <B>Eggert Magnússon</B> var oft sýndur í skoplegu ljósi í breskum fjölmiðlum og einn lesenda Guardian sá hann sem geimveru á Upton Park. Nýir eigendur félagsins hafa lýst því yfir að þeir þurfi að hreinsa ærlega til eftir óráðsíu Eggerts og <B>Björgólfs Guðmundssonar</B>. <B>Hlynur Áskelsson</B> samdi lag um íslenska eignarhaldið og reiknar með því að þurfa að senda frá sér minningu um ensku knattspyrnufélögin sem Íslendingar áttu. Á mánudag lauk enn einum kaflanum í útrásarævintýri Íslendinga þegar viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan keyptu helmingshlut í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Eftir stendur kannski bara minning um tvo roskna menn og lag um West Ham. „Mann setur eiginlega bara hljóðan, að þetta skyldi fara svona," segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4. Hann samdi á sínum tíma lag um íslenska ævintýrið á Upton Park. Og náttúrlega lagið um Stoke City sem Íslendingar keyptu fyrir allmörgum árum með fremur dræmum árangri. „Þegar ég sem lög um knattspyrnufélög þá virðast hlutirnir ekki fara alveg eins og þeir eiga að fara því ég á líka hluta af texta í aðal-stuðningsmannalagi Þróttar og þeir hafa ekki gert neitt annað en að falla síðan það fór að heyrast." Eignarhald Íslendinga á West Ham var skrautlegt og farsakennt, frægar en úrsérgengnar knattspyrnustjörnur voru fengnar til félagsins á himinháum launum og stjórnarformaðurinn Eggert Magnússon var ýmist nefndur kex-baróninn eða egg-head í bresku pressunni. Upp úr sauð milli Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts um miðjan desember 2007 og var Eggert látinn fara með þeim orðum að hann hefði bara verið Coca Cola-skiltið. Björgólfur átti þá félagið einn og settist sjálfur í stjórnarformannssætið en hafði áður verið heiðursforseti. Breskir fjölmiðlar fjölluðu í fyrstu á mjög jákvæðum nótum um íslensku eigendurna en þegar halla fór undan fæti hjá félaginu voru Íslendingarnir sagðir vera blóðugir upp fyrir haus í slátrun á einum elsta og virtasta knattspyrnuklúbbi Bretlands, svo vitnað sé til umfjöllunar The Sun um fjárhag félagsins. Lag Hlyns um West Ham var gefið nafnið Sagan af Bjögga og Eggerti og var textinn fyrst birtur í Fréttablaðinu. Fyrsta línan var „Það er glam að eiga West Ham," en nú er því lokið. Hlynur gerði síðar myndband eftir laginu og upplýsir að hann hafi sótt um styrk til Landsbankans, á þeim tíma sem Björgólfsfeðgarnir áttu bankann, til að kosta gerð myndbandsins en honum var neitað. „Og svo vildu þeir félagar ekki einu sinni leika í því, ég óskaði eftir því en þeir sögðu bara nei," segir Hlynur og bendir á að það hafi nú heldur betur komið í bakið á þeim. „Annars er þetta West Ham-ævintýri bara klausa í sögunni og hún hefur verið hljóð- og myndskreytt. Það má því segja að maður hafi stimplað sig rækilega inn í söguna," segir Hlynur og bendir á að kannski kenni þetta íslenskum áhugamönnum um fótbolta bara eitt, að hugsa fyrst og fremst um að rækta eigin garð og halda sig bara heima. Hlynur leyfir sér að efast um að hann muni semja lag um annað knattspyrnufélag en hugsar málið síðan aðeins betur. „Kannski að maður ætti að semja minningarljóð um þessi tvö félög, jú veistu, ég held það bara." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Á mánudag lauk enn einum kaflanum í útrásarævintýri Íslendinga þegar viðskiptafélagarnir David Gold og David Sullivan keyptu helmingshlut í enska knattspyrnuliðinu West Ham. Eftir stendur kannski bara minning um tvo roskna menn og lag um West Ham. „Mann setur eiginlega bara hljóðan, að þetta skyldi fara svona," segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem Ceres 4. Hann samdi á sínum tíma lag um íslenska ævintýrið á Upton Park. Og náttúrlega lagið um Stoke City sem Íslendingar keyptu fyrir allmörgum árum með fremur dræmum árangri. „Þegar ég sem lög um knattspyrnufélög þá virðast hlutirnir ekki fara alveg eins og þeir eiga að fara því ég á líka hluta af texta í aðal-stuðningsmannalagi Þróttar og þeir hafa ekki gert neitt annað en að falla síðan það fór að heyrast." Eignarhald Íslendinga á West Ham var skrautlegt og farsakennt, frægar en úrsérgengnar knattspyrnustjörnur voru fengnar til félagsins á himinháum launum og stjórnarformaðurinn Eggert Magnússon var ýmist nefndur kex-baróninn eða egg-head í bresku pressunni. Upp úr sauð milli Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts um miðjan desember 2007 og var Eggert látinn fara með þeim orðum að hann hefði bara verið Coca Cola-skiltið. Björgólfur átti þá félagið einn og settist sjálfur í stjórnarformannssætið en hafði áður verið heiðursforseti. Breskir fjölmiðlar fjölluðu í fyrstu á mjög jákvæðum nótum um íslensku eigendurna en þegar halla fór undan fæti hjá félaginu voru Íslendingarnir sagðir vera blóðugir upp fyrir haus í slátrun á einum elsta og virtasta knattspyrnuklúbbi Bretlands, svo vitnað sé til umfjöllunar The Sun um fjárhag félagsins. Lag Hlyns um West Ham var gefið nafnið Sagan af Bjögga og Eggerti og var textinn fyrst birtur í Fréttablaðinu. Fyrsta línan var „Það er glam að eiga West Ham," en nú er því lokið. Hlynur gerði síðar myndband eftir laginu og upplýsir að hann hafi sótt um styrk til Landsbankans, á þeim tíma sem Björgólfsfeðgarnir áttu bankann, til að kosta gerð myndbandsins en honum var neitað. „Og svo vildu þeir félagar ekki einu sinni leika í því, ég óskaði eftir því en þeir sögðu bara nei," segir Hlynur og bendir á að það hafi nú heldur betur komið í bakið á þeim. „Annars er þetta West Ham-ævintýri bara klausa í sögunni og hún hefur verið hljóð- og myndskreytt. Það má því segja að maður hafi stimplað sig rækilega inn í söguna," segir Hlynur og bendir á að kannski kenni þetta íslenskum áhugamönnum um fótbolta bara eitt, að hugsa fyrst og fremst um að rækta eigin garð og halda sig bara heima. Hlynur leyfir sér að efast um að hann muni semja lag um annað knattspyrnufélag en hugsar málið síðan aðeins betur. „Kannski að maður ætti að semja minningarljóð um þessi tvö félög, jú veistu, ég held það bara." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira