Innlent

Varað við ferðalögum til Tælands

MYND/AP

Hörð mótmæli halda áfram í höfuðborg Tælands Bangkok þar sem stuðningsmenn fyrrverandi forsætisráðherra landsins hafa mótmælt ríkjandi stjórnvöldum í sex vikur samfleytt.

Í gærkvöldi lagði óeirðalögregla til atlögu gegn fólkinu en hætti snarlega við til þess að forðast blóðbað eftir að sprengjur tóku að springa í mannfjöldanum.

Sprengingarnar drógu að minnsta kosti þrjá til dauða og særðu 75. Bresk, bandarísk og Áströlsk stjórnvöld hafa nú varað þegna sína við ferðalögum til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×