Afganar enn beðnir að sýna þolinmæði 22. mars 2010 03:00 Á fundi með Bandaríkjamönnum í Kabúl Haji Katel, einn afgönsku öldunganna, kveður sér hljóðs og hafði ýmislegt að segja við bandarísku herforingjana. fréttablaðið/AP Afganistan, AP Ættarhöfðingjar Pastúna í Afganistan nörtuðu í súkkulaðitertu og ávexti sem bornir höfðu verið á borð meðan þeir hlustuðu kurteislega á ræður bandarískra herforingja um nýtt fyrirkomulag. Það gerir öldungum afganskra þorpa kleift að fá fanga leysta úr haldi Bandaríkjamanna ef þeir í staðinn lofa að bera ábyrgð á þeim. Síðan stóð einn öldunganna upp og hóf að spyrja spurninga. Hvers vegna var fjórum mönnum, sem nú voru látnir lausir, haldið mánuðum saman í Bagram-fangelsinu án þess að til væru nokkur sönnunargögn gegn þeim? Og hvers vegna halda Bandaríkjamenn áfram að ráðast inn á heimili fólks að næturlagi án þess að ráðgast við öldunga þorpsins, eins og lofað hafði verið? Fangelsið við Bagram-flugvöll, skammt norður af höfuðborginni Kabúl, er hið stærsta sem Bandaríkjamenn reka í Afganistan. Þar hafa um 600 manns verið í haldi vegna gruns um stuðning við talibana. Síðan í janúar hafa ættarhöfðingjar átt kost á því að fá menn úr þessum hópi látna lausa, með því að gangast í ábyrgð fyrir þá og lofa að fylgjast með því hvort þeir sýni einhver merki um að taka þátt í uppreisn talibana. Síðan bandaríski herforinginn Stanley McCrystal tók við sem yfirmaður herafla NATO í Afganistan á síðasta ári, hefur hann lagt áherslu á samstarf við heimamenn til að gera þá fráhverfa stuðningi við uppreisnarhópa. Þau samskipti snúast oftar en ekki upp í vettvang fyrir óánægju heimamanna, sem safnast hefur upp árum saman. Bagram-fangelsið hefur verið sérlega viðkvæmt deilumál. Heimamenn hafa ekki síst gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að handtaka fólk á heimili þess að næturlagi án þess að gefa neinar skýringar. „Afganar heyra margt,“ sagði Walir Wakil, einn öldunganna á fundinum í Kabúl. Hvar, spurði hann, má sjá merki þess að stefna Baracks Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf erlendra hermanna við leiðtoga heimamanna hafi verið tekin upp? Patrick McCarthy, bandarískur sjóliðsforingi, reyndi ekki að réttlæta framferði landa sinna á fundinum. Hann gerði ekki annað en að biðja menn að sýna þolinmæði, eins og þeir hafa verið beðnir um að gera í átta ár. „Við erum að breyta starfsháttum okkar þannig að Bandaríkjamenn og Afganar geti starfað saman hlið við hlið,“ sagði hann. „Það tekur svolítinn tíma að koma þessu öllu í réttan farveg.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Afganistan, AP Ættarhöfðingjar Pastúna í Afganistan nörtuðu í súkkulaðitertu og ávexti sem bornir höfðu verið á borð meðan þeir hlustuðu kurteislega á ræður bandarískra herforingja um nýtt fyrirkomulag. Það gerir öldungum afganskra þorpa kleift að fá fanga leysta úr haldi Bandaríkjamanna ef þeir í staðinn lofa að bera ábyrgð á þeim. Síðan stóð einn öldunganna upp og hóf að spyrja spurninga. Hvers vegna var fjórum mönnum, sem nú voru látnir lausir, haldið mánuðum saman í Bagram-fangelsinu án þess að til væru nokkur sönnunargögn gegn þeim? Og hvers vegna halda Bandaríkjamenn áfram að ráðast inn á heimili fólks að næturlagi án þess að ráðgast við öldunga þorpsins, eins og lofað hafði verið? Fangelsið við Bagram-flugvöll, skammt norður af höfuðborginni Kabúl, er hið stærsta sem Bandaríkjamenn reka í Afganistan. Þar hafa um 600 manns verið í haldi vegna gruns um stuðning við talibana. Síðan í janúar hafa ættarhöfðingjar átt kost á því að fá menn úr þessum hópi látna lausa, með því að gangast í ábyrgð fyrir þá og lofa að fylgjast með því hvort þeir sýni einhver merki um að taka þátt í uppreisn talibana. Síðan bandaríski herforinginn Stanley McCrystal tók við sem yfirmaður herafla NATO í Afganistan á síðasta ári, hefur hann lagt áherslu á samstarf við heimamenn til að gera þá fráhverfa stuðningi við uppreisnarhópa. Þau samskipti snúast oftar en ekki upp í vettvang fyrir óánægju heimamanna, sem safnast hefur upp árum saman. Bagram-fangelsið hefur verið sérlega viðkvæmt deilumál. Heimamenn hafa ekki síst gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að handtaka fólk á heimili þess að næturlagi án þess að gefa neinar skýringar. „Afganar heyra margt,“ sagði Walir Wakil, einn öldunganna á fundinum í Kabúl. Hvar, spurði hann, má sjá merki þess að stefna Baracks Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf erlendra hermanna við leiðtoga heimamanna hafi verið tekin upp? Patrick McCarthy, bandarískur sjóliðsforingi, reyndi ekki að réttlæta framferði landa sinna á fundinum. Hann gerði ekki annað en að biðja menn að sýna þolinmæði, eins og þeir hafa verið beðnir um að gera í átta ár. „Við erum að breyta starfsháttum okkar þannig að Bandaríkjamenn og Afganar geti starfað saman hlið við hlið,“ sagði hann. „Það tekur svolítinn tíma að koma þessu öllu í réttan farveg.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira