Afganar enn beðnir að sýna þolinmæði 22. mars 2010 03:00 Á fundi með Bandaríkjamönnum í Kabúl Haji Katel, einn afgönsku öldunganna, kveður sér hljóðs og hafði ýmislegt að segja við bandarísku herforingjana. fréttablaðið/AP Afganistan, AP Ættarhöfðingjar Pastúna í Afganistan nörtuðu í súkkulaðitertu og ávexti sem bornir höfðu verið á borð meðan þeir hlustuðu kurteislega á ræður bandarískra herforingja um nýtt fyrirkomulag. Það gerir öldungum afganskra þorpa kleift að fá fanga leysta úr haldi Bandaríkjamanna ef þeir í staðinn lofa að bera ábyrgð á þeim. Síðan stóð einn öldunganna upp og hóf að spyrja spurninga. Hvers vegna var fjórum mönnum, sem nú voru látnir lausir, haldið mánuðum saman í Bagram-fangelsinu án þess að til væru nokkur sönnunargögn gegn þeim? Og hvers vegna halda Bandaríkjamenn áfram að ráðast inn á heimili fólks að næturlagi án þess að ráðgast við öldunga þorpsins, eins og lofað hafði verið? Fangelsið við Bagram-flugvöll, skammt norður af höfuðborginni Kabúl, er hið stærsta sem Bandaríkjamenn reka í Afganistan. Þar hafa um 600 manns verið í haldi vegna gruns um stuðning við talibana. Síðan í janúar hafa ættarhöfðingjar átt kost á því að fá menn úr þessum hópi látna lausa, með því að gangast í ábyrgð fyrir þá og lofa að fylgjast með því hvort þeir sýni einhver merki um að taka þátt í uppreisn talibana. Síðan bandaríski herforinginn Stanley McCrystal tók við sem yfirmaður herafla NATO í Afganistan á síðasta ári, hefur hann lagt áherslu á samstarf við heimamenn til að gera þá fráhverfa stuðningi við uppreisnarhópa. Þau samskipti snúast oftar en ekki upp í vettvang fyrir óánægju heimamanna, sem safnast hefur upp árum saman. Bagram-fangelsið hefur verið sérlega viðkvæmt deilumál. Heimamenn hafa ekki síst gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að handtaka fólk á heimili þess að næturlagi án þess að gefa neinar skýringar. „Afganar heyra margt,“ sagði Walir Wakil, einn öldunganna á fundinum í Kabúl. Hvar, spurði hann, má sjá merki þess að stefna Baracks Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf erlendra hermanna við leiðtoga heimamanna hafi verið tekin upp? Patrick McCarthy, bandarískur sjóliðsforingi, reyndi ekki að réttlæta framferði landa sinna á fundinum. Hann gerði ekki annað en að biðja menn að sýna þolinmæði, eins og þeir hafa verið beðnir um að gera í átta ár. „Við erum að breyta starfsháttum okkar þannig að Bandaríkjamenn og Afganar geti starfað saman hlið við hlið,“ sagði hann. „Það tekur svolítinn tíma að koma þessu öllu í réttan farveg.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Afganistan, AP Ættarhöfðingjar Pastúna í Afganistan nörtuðu í súkkulaðitertu og ávexti sem bornir höfðu verið á borð meðan þeir hlustuðu kurteislega á ræður bandarískra herforingja um nýtt fyrirkomulag. Það gerir öldungum afganskra þorpa kleift að fá fanga leysta úr haldi Bandaríkjamanna ef þeir í staðinn lofa að bera ábyrgð á þeim. Síðan stóð einn öldunganna upp og hóf að spyrja spurninga. Hvers vegna var fjórum mönnum, sem nú voru látnir lausir, haldið mánuðum saman í Bagram-fangelsinu án þess að til væru nokkur sönnunargögn gegn þeim? Og hvers vegna halda Bandaríkjamenn áfram að ráðast inn á heimili fólks að næturlagi án þess að ráðgast við öldunga þorpsins, eins og lofað hafði verið? Fangelsið við Bagram-flugvöll, skammt norður af höfuðborginni Kabúl, er hið stærsta sem Bandaríkjamenn reka í Afganistan. Þar hafa um 600 manns verið í haldi vegna gruns um stuðning við talibana. Síðan í janúar hafa ættarhöfðingjar átt kost á því að fá menn úr þessum hópi látna lausa, með því að gangast í ábyrgð fyrir þá og lofa að fylgjast með því hvort þeir sýni einhver merki um að taka þátt í uppreisn talibana. Síðan bandaríski herforinginn Stanley McCrystal tók við sem yfirmaður herafla NATO í Afganistan á síðasta ári, hefur hann lagt áherslu á samstarf við heimamenn til að gera þá fráhverfa stuðningi við uppreisnarhópa. Þau samskipti snúast oftar en ekki upp í vettvang fyrir óánægju heimamanna, sem safnast hefur upp árum saman. Bagram-fangelsið hefur verið sérlega viðkvæmt deilumál. Heimamenn hafa ekki síst gagnrýnt Bandaríkjamenn fyrir að handtaka fólk á heimili þess að næturlagi án þess að gefa neinar skýringar. „Afganar heyra margt,“ sagði Walir Wakil, einn öldunganna á fundinum í Kabúl. Hvar, spurði hann, má sjá merki þess að stefna Baracks Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf erlendra hermanna við leiðtoga heimamanna hafi verið tekin upp? Patrick McCarthy, bandarískur sjóliðsforingi, reyndi ekki að réttlæta framferði landa sinna á fundinum. Hann gerði ekki annað en að biðja menn að sýna þolinmæði, eins og þeir hafa verið beðnir um að gera í átta ár. „Við erum að breyta starfsháttum okkar þannig að Bandaríkjamenn og Afganar geti starfað saman hlið við hlið,“ sagði hann. „Það tekur svolítinn tíma að koma þessu öllu í réttan farveg.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira