Enski boltinn

Benitez: Verðum að sanna að við séum nógu góðir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að sitt lið megi ekki við því að misstíga sig á lokasprettinum í ensku deildinni ef liðið ætli sér að ná hinu mikilvæga fjórða sæti.

Liverpool er í harðri baráttu við Tottenham, Man. City og Aston Villa um fjórða sætið sem gefur þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu.

„Þetta eru allt hættulegir andstæðingar þannig að við megum ekki gera nein mistök. Þetta verður erfiður og harður slagur," sagði Benitez.

Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum og Benitez segir að það gengi megi ekki breytast.

„Við verðum að halda þessari siglingu og sanna fyrir öllum að við séum nógu góðir. Ég er jákvæður og trúi að það muni gerast."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×