Kannað hvers vegna hópurinn fór á Langjökul Gissur Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2010 12:00 Ólafur Helgi Kjartansson segir að málið verði rannsakað. Mynd/ GVA. Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana. Konan, sem er 48 ára og 12 ára sonur hennar, sem voru saman á vélsleða, urðu viðskila við samferðafólk sitt síðdegis, en þá var óveðrið skollið á. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vettvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirin skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Landspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Hún hlaut lítilsháttar kal á fingrum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landhelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að engar opinberar sérreglur gildi um svona ferðir, en skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í ljósi allra viðvarana um illviðri í aðsigi. Jafnframt vildi hann þakka björgunarmönnum óeigingjörn störf við hættulegar aðstæður.- Tengdar fréttir Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55 Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27 Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51 150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana. Konan, sem er 48 ára og 12 ára sonur hennar, sem voru saman á vélsleða, urðu viðskila við samferðafólk sitt síðdegis, en þá var óveðrið skollið á. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vettvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirin skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Landspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Hún hlaut lítilsháttar kal á fingrum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landhelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að engar opinberar sérreglur gildi um svona ferðir, en skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í ljósi allra viðvarana um illviðri í aðsigi. Jafnframt vildi hann þakka björgunarmönnum óeigingjörn störf við hættulegar aðstæður.-
Tengdar fréttir Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55 Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27 Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51 150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55
Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27
Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51
150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18