Fréttaskýring: Mörg úrræði gegn vanlíðan um jólin 24. desember 2010 06:00 Jólaljós Birtan sem stafar af jólaljósunum nær ekki að lýsa upp tilveruna hjá öllum. Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira