Fréttaskýring: Mörg úrræði gegn vanlíðan um jólin 24. desember 2010 06:00 Jólaljós Birtan sem stafar af jólaljósunum nær ekki að lýsa upp tilveruna hjá öllum. Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira