Fréttaskýring: Mörg úrræði gegn vanlíðan um jólin 24. desember 2010 06:00 Jólaljós Birtan sem stafar af jólaljósunum nær ekki að lýsa upp tilveruna hjá öllum. Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjölmargir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita margir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyðarlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukninguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningnum komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en margir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum tilfellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkjunnar, sérstaklega síðustu vikuna fyrir jól. Ástæður eru margvíslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokkuð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkjan sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent