Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2010 09:03 Sölumaður fasteigna sem var dæmdur nýtur nafnleyndar samkvæmt ákvörðun dómara Mynd úr safni AFP Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu. Vændi Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. Catalina Ncogo, miðbaugsmaddamman svokallaða, rak vændishúsið en hún afplánar nú dóm vegna milligöngu um vændi. Vændiskonan sem bar vitni sagðist vel muna eftir manninum, sem síðar var sýknaður, og sagðist hafa séð hann greiða annarri konu fimmtán þúsund krónur fyrir vændi, auk þess sem hún sá hann fara inn í herbergi með tveimur vændiskonum. „Hún kvaðst helst muna eftir ákærða í sambandi við áverka sem hann hafi veitt lagskonu sinni og hafi verið kvartað undan því við konuna, sem rak húsið, en hún svarað því til að stúlkan yrði að taka því, vændið væri svona," segir í dómi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta viðhorf einkennandi fyrir Catalínu sem rak mjög umfangsmikla vændisstarfsemi hér á landi um nokkurt skeið. Maðurinn játaði að hafa komið í vændishúsið ásamt félaga sínum, öðrum sölumanni fasteigna, en það hefði aðeins verið til að ræða fasteignaviðskipti. Eins og Vísir hefur greint frá var félaginn dæmdur fyrir vændiskaup þar eð vændiskonan sem sá keypti aðgang að var enn á landinu þegar málið var dómtekið og gat því borið vitni. Báðir mennirnir neituðu ávallt sök en vændiskonan vottaði að þeir hefðu alltaf komið saman. Fyrir dómi kom fram að mennirnir nutu sérstakra afsláttarkjara vegna þess að þeir voru að aðstoða Catalínu að finna annað húsnæði fyrir vændisstarfsemina. Arngrímur Ísberg héraðsdómari kvað upp báða dómana, yfir sölumanninum sem var sakfelldur og yfir sölumanninum sem var sýknaður. Hann ákvað sömuleiðis að þeir menn sem sakfelldir væru fyrir kaup á vændi skyldu njóta nafnleyndar. Vefritið Pressan hefur greint frá því að fyrrverandi lögreglumaður er einn hinna sakfelldu.
Vændi Mál Catalinu Ncogo Tengdar fréttir Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Vændiskúnni segir vændinu hafa verið „otað að sér“ Tveir menn sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fengu gjörólíka dóma þrátt fyrir að ljóst liggi fyrir að þeir fóru saman í vændishúsið. Annar maðurinn var sakfelldur en hinn var sýknaður þar sem konan sem sá síðarnefndi borgaði fyrir vændi var farin af landi brott og bar því ekki vitni. Samstarfskonur hennar vottuðu hins vegar að maðurinn hefði komið í vændishúsið og keypt vændi, þó ekki af þeim. Svo virðist sem mennirnir hafi verið að leita að hentugu húsnæði fyrir húsráðanda til að flytja vændisstarfsemina í. 15. nóvember 2010 15:00