Framar mínum væntingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2010 07:00 í fremstu röð Hrafnhildur Lúthersdóttir sló í gegn á HM í 25 m laug í Dubai. fréttablaðið/valli HM í sundi í 25 m laug lauk í Dubai í gær en þrír íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, náði glæsilegum árangri í sínum greinum og setti til að mynda fjögur Íslandsmet á mótinu. Í gær keppti hún í 200 m bringusundi og varð í tólfta sæti á 2:24,15 mínútum og bætti þar með tveggja ára gamalt Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur um meira en tvær og hálfa sekúndu. Ekki var keppt í undanúrslitum í greininni og því aðeins átta bestu sem fóru beint í úrslitin. Hrafnhildur komst þó í undanúrslit í 50 og 100 m bringusundi og bætti Íslandsmetið í báðum greinum - tvívegis í fyrrnefndu greininni. Hún keppti einnig í 100 m fjórsundi og náði góðum árangri þar. „Mér líður mjög vel og er afar ánægð með árangurinn," sagði Hrafnhildur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er sérstaklega sátt við að það gekk allt upp sem ég ætlaði mér. Ég náði að toppa á mótinu og árangurinn var í raun framar mínum væntingum. Ég átti til að mynda ekki endilega von á því að komast í undanúrslit. Það kom skemmtilega á óvart." Hrafnhildur segir að hún hafi æft mjög vel að undanförnu og að það hafi skilað sér á þessu móti. „Ég bjóst við að ég myndi bæta mig og ég er stolt af því." Hrafnhildur nær yfirleitt sínu besta fram á síðari sprettinum sem gefur til kynna að lengri vegalengdir henti henni betur en þær styttri. „Mér hefur alltaf verið sagt að ég sé 200 metra bringusundsmanneskja. Það gekk vissulega vel en mér hafa alltaf fundist 100 metrarnir skemmtilegastir. Ég komst í undanúrslit í þeirri grein sem segir mér að ég sé ágætlega stödd á því sviði." Aðeins tveir Evrópubúar náðu betri tíma en Hrafnhildur í gær en hún segir að það verði að skoða það í réttu samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr árangrinum en sundmenn einbeita sér yfirleitt frekar að keppnunum í 50 m laug og þá er einnig nýbúið að halda Evrópumeistaramótið í 25 m laug. Ég er þó sátt við mína stöðu á heimslistanum og þetta mót var góður undirbúningur fyrir HM í 50 m laug sem fer fram í Sjanghaí í sumar. Sjálfstraustið hefur aukist mikið eftir gott gengi á þessu móti. Ég hef verið að keppa við margar stórar stjörnur og náð að halda í við þær." Hrafnhildur er aðeins nítján ára gömul og heldur til Bandaríkjanna á milli jóla og nýárs þar sem hún mun hefja nám við University of Florida á nýju ári. „Ég fer út 28. desember og svo er fyrsta æfing tveimur dögum síðar," sagði hún. „Mér líst afar vel á það enda er sunddeildin við þennan háskóla afar góð. Aðalþjálfarinn þar var valinn til að vera þjálfari bandaríska sundliðsins á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og margir góðir sundmenn hafa komið úr þessum skóla." Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Hrafnhildi sem naut þess að heimsækja framandi slóðir nú um helgina. „Hér er eyðimörkin allt í kring og kameldýr sem mæta manni á leiðinni upp í sundhöll. Þetta hefur verið mikið ævintýri." Innlendar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
HM í sundi í 25 m laug lauk í Dubai í gær en þrír íslenskir sundmenn tóku þátt í mótinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH, náði glæsilegum árangri í sínum greinum og setti til að mynda fjögur Íslandsmet á mótinu. Í gær keppti hún í 200 m bringusundi og varð í tólfta sæti á 2:24,15 mínútum og bætti þar með tveggja ára gamalt Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur um meira en tvær og hálfa sekúndu. Ekki var keppt í undanúrslitum í greininni og því aðeins átta bestu sem fóru beint í úrslitin. Hrafnhildur komst þó í undanúrslit í 50 og 100 m bringusundi og bætti Íslandsmetið í báðum greinum - tvívegis í fyrrnefndu greininni. Hún keppti einnig í 100 m fjórsundi og náði góðum árangri þar. „Mér líður mjög vel og er afar ánægð með árangurinn," sagði Hrafnhildur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég er sérstaklega sátt við að það gekk allt upp sem ég ætlaði mér. Ég náði að toppa á mótinu og árangurinn var í raun framar mínum væntingum. Ég átti til að mynda ekki endilega von á því að komast í undanúrslit. Það kom skemmtilega á óvart." Hrafnhildur segir að hún hafi æft mjög vel að undanförnu og að það hafi skilað sér á þessu móti. „Ég bjóst við að ég myndi bæta mig og ég er stolt af því." Hrafnhildur nær yfirleitt sínu besta fram á síðari sprettinum sem gefur til kynna að lengri vegalengdir henti henni betur en þær styttri. „Mér hefur alltaf verið sagt að ég sé 200 metra bringusundsmanneskja. Það gekk vissulega vel en mér hafa alltaf fundist 100 metrarnir skemmtilegastir. Ég komst í undanúrslit í þeirri grein sem segir mér að ég sé ágætlega stödd á því sviði." Aðeins tveir Evrópubúar náðu betri tíma en Hrafnhildur í gær en hún segir að það verði að skoða það í réttu samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr árangrinum en sundmenn einbeita sér yfirleitt frekar að keppnunum í 50 m laug og þá er einnig nýbúið að halda Evrópumeistaramótið í 25 m laug. Ég er þó sátt við mína stöðu á heimslistanum og þetta mót var góður undirbúningur fyrir HM í 50 m laug sem fer fram í Sjanghaí í sumar. Sjálfstraustið hefur aukist mikið eftir gott gengi á þessu móti. Ég hef verið að keppa við margar stórar stjörnur og náð að halda í við þær." Hrafnhildur er aðeins nítján ára gömul og heldur til Bandaríkjanna á milli jóla og nýárs þar sem hún mun hefja nám við University of Florida á nýju ári. „Ég fer út 28. desember og svo er fyrsta æfing tveimur dögum síðar," sagði hún. „Mér líst afar vel á það enda er sunddeildin við þennan háskóla afar góð. Aðalþjálfarinn þar var valinn til að vera þjálfari bandaríska sundliðsins á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og margir góðir sundmenn hafa komið úr þessum skóla." Það eru því spennandi tímar fram undan hjá Hrafnhildi sem naut þess að heimsækja framandi slóðir nú um helgina. „Hér er eyðimörkin allt í kring og kameldýr sem mæta manni á leiðinni upp í sundhöll. Þetta hefur verið mikið ævintýri."
Innlendar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti