Burðardýr fíkniefna lengst vaktað í sautján sólarhringa 20. desember 2010 06:00 Óskar Halldórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á Suðurnesjum, sýnir fréttamönnum Fréttablaðsins búnaðinn sem notaður er til að leita að fíkniefnabögglum sem smyglarar fíkniefna losa frá sér.fréttablaðið/vilhelm Lögreglumenn á Suðurnesjum hafa lengst þurft að vakta smyglara með fíkniefni innvortis í sautján sólarhringa. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn segir að lögregla fylgist með þeim hverja einustu mínútu allan sólarhringinn, þar til efnin hafa skilað sér niður. Lögreglan á Suðurnesjum hefur látið útbúa sérstakt salerni sem notað er þegar smyglararnir eru með efnin innvortis. Salernið er smíðað af hagleiksmanni í Keflavík og hefur hann komið í góðar þarfir. Áður var notast við ferðasalerni þar sem lögreglumenn þurftu að vera í óþægilegu návígi við úrganginn þegar verið var að leita að fíkniefnabögglunum. Þessi búnaður er þannig úr garði gerður að bein renna liggur frá salerni í fangaklefa á lögreglustöðinni í eins konar kassa eða vask. Vaskurinn sá arna er algjörlega loftþéttur og úr honum liggur öflugt loftræstikerfi, þannig að frá honum berst engin lykt. Tveir þykkir gúmmíhanskar eru fastir við op sem eru á hlið hans. Frágangur þeirra er með þeim hætti að ekkert loft kemst út um opin sem þeir eru festir við. Í þessa hanska smeygja menn sér þegar burðardýr hefur skilað efnunum af sér, sem fara þá eftir rennunni frá salerni í vaskinn. Glerlok er á vaskinum sem gerir það að verkum að lögreglumenn sjá vel það sem þeir eru að fást við. Þá er skolslanga niðri inni í vaskinum, sem notuð er við aðgerðina. Í botni hans eru svo tvær grindur, eins konar síur sem koma í veg fyrir að fíkniefnapakki skolist niður. Lögreglumenn sem Fréttablaðið ræddi við á Suðurnesjum segja þennan búnað gjörbyltingu frá því sem áður var. Fyrirmyndina sáu þeir á Heathrow-flugvelli fyrir nokkrum árum og gerðu sér strax grein fyrir að svona búnaður myndi nýtast vel á Suðurnesjum, þar sem mörg burðardýr með efni innvortis koma í gegnum Leifsstöð. Sérstakar verklagsreglur hafa verið settar vegna notkunar á búnaðinum, rétt eins og gildir um önnur störf lögreglu, þannig að vinnuferli er skýrt, frá því að burðardýr er tekið, gegnumlýst og fært í fangaklefa og þar til fíkniefnin eru í hendi. jss@frettabladid.is FERÐASALERNI Var notað áður en búnaðurinn var tekinn í notkun. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Lögreglumenn á Suðurnesjum hafa lengst þurft að vakta smyglara með fíkniefni innvortis í sautján sólarhringa. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn segir að lögregla fylgist með þeim hverja einustu mínútu allan sólarhringinn, þar til efnin hafa skilað sér niður. Lögreglan á Suðurnesjum hefur látið útbúa sérstakt salerni sem notað er þegar smyglararnir eru með efnin innvortis. Salernið er smíðað af hagleiksmanni í Keflavík og hefur hann komið í góðar þarfir. Áður var notast við ferðasalerni þar sem lögreglumenn þurftu að vera í óþægilegu návígi við úrganginn þegar verið var að leita að fíkniefnabögglunum. Þessi búnaður er þannig úr garði gerður að bein renna liggur frá salerni í fangaklefa á lögreglustöðinni í eins konar kassa eða vask. Vaskurinn sá arna er algjörlega loftþéttur og úr honum liggur öflugt loftræstikerfi, þannig að frá honum berst engin lykt. Tveir þykkir gúmmíhanskar eru fastir við op sem eru á hlið hans. Frágangur þeirra er með þeim hætti að ekkert loft kemst út um opin sem þeir eru festir við. Í þessa hanska smeygja menn sér þegar burðardýr hefur skilað efnunum af sér, sem fara þá eftir rennunni frá salerni í vaskinn. Glerlok er á vaskinum sem gerir það að verkum að lögreglumenn sjá vel það sem þeir eru að fást við. Þá er skolslanga niðri inni í vaskinum, sem notuð er við aðgerðina. Í botni hans eru svo tvær grindur, eins konar síur sem koma í veg fyrir að fíkniefnapakki skolist niður. Lögreglumenn sem Fréttablaðið ræddi við á Suðurnesjum segja þennan búnað gjörbyltingu frá því sem áður var. Fyrirmyndina sáu þeir á Heathrow-flugvelli fyrir nokkrum árum og gerðu sér strax grein fyrir að svona búnaður myndi nýtast vel á Suðurnesjum, þar sem mörg burðardýr með efni innvortis koma í gegnum Leifsstöð. Sérstakar verklagsreglur hafa verið settar vegna notkunar á búnaðinum, rétt eins og gildir um önnur störf lögreglu, þannig að vinnuferli er skýrt, frá því að burðardýr er tekið, gegnumlýst og fært í fangaklefa og þar til fíkniefnin eru í hendi. jss@frettabladid.is FERÐASALERNI Var notað áður en búnaðurinn var tekinn í notkun.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira