Sjötugur karlmaður á batavegi 20. desember 2010 03:00 Þessi mynd var tekin af húsinu alelda um hálftíma eftir að eldurinn kom upp.Mynd/feykir Sjötugur karlmaður sem slapp naumlega úr eldsvoða á Hofsósi aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Hann dvaldi á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks í gær vegna skurðar á höndum og reykeitrunar. Eldurinn kom upp í gömlu einbýlishúsi við Suðurbraut 23 og fékk lögreglan og slökkvilið tilkynningu um brunann klukkan hálfsex. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og lauk slökkvistarfi klukkutíma síðar. Þá hafði allt brunnið sem brunnið gat og stóð aðeins steyptur strompurinn eftir. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki hafði húsið verið í endurnýjun og var fyrir nokkrum árum klætt að hluta með timbri. Maðurinn bjó í viðbyggingu við húsið og varð var við eldinn eftir að reykskynjari fór af stað. Hann náði að brjóta sér leið út úr húsinu í gegnum glugga og skarst við það á höndum. Svo virðist sem eldurinn hafi fyrst komið upp í eldra húsinu og líklegt er talið að eldurinn hafi logað í þó nokkurn tíma áður en maðurinn vaknaði við reykskynjarann. Maðurinn bjó einn í húsinu, sem stóð eitt og sér við Suðurbrautina. Þó nokkur spölur er í næstu hús og því voru íbúar þar aldrei í hættu. Hagstæð vindáttin hjálpaði þar einnig til og lagði glóðina og reykinn beint út á sjó. - fb Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Sjötugur karlmaður sem slapp naumlega úr eldsvoða á Hofsósi aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Hann dvaldi á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks í gær vegna skurðar á höndum og reykeitrunar. Eldurinn kom upp í gömlu einbýlishúsi við Suðurbraut 23 og fékk lögreglan og slökkvilið tilkynningu um brunann klukkan hálfsex. Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn og lauk slökkvistarfi klukkutíma síðar. Þá hafði allt brunnið sem brunnið gat og stóð aðeins steyptur strompurinn eftir. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki hafði húsið verið í endurnýjun og var fyrir nokkrum árum klætt að hluta með timbri. Maðurinn bjó í viðbyggingu við húsið og varð var við eldinn eftir að reykskynjari fór af stað. Hann náði að brjóta sér leið út úr húsinu í gegnum glugga og skarst við það á höndum. Svo virðist sem eldurinn hafi fyrst komið upp í eldra húsinu og líklegt er talið að eldurinn hafi logað í þó nokkurn tíma áður en maðurinn vaknaði við reykskynjarann. Maðurinn bjó einn í húsinu, sem stóð eitt og sér við Suðurbrautina. Þó nokkur spölur er í næstu hús og því voru íbúar þar aldrei í hættu. Hagstæð vindáttin hjálpaði þar einnig til og lagði glóðina og reykinn beint út á sjó. - fb
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira