Lífið

Hræðir liðsfélagana með borunum

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, tannlæknir og fótboltamaður, hefur aldrei fengið tannskemmd. fréttablaðið/stefán
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, tannlæknir og fótboltamaður, hefur aldrei fengið tannskemmd. fréttablaðið/stefán

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, knattspyrnumaður í úrvalsdeildarliðinu FH, útskrifaðist sem tannlæknir síðasta vor. Hann segir gaman að fá liðsfélaga til sín í stólinn.

Ásgeir Gunnar, sem er miðjumaður í liði FH, hefur starfað sem tannlæknir hjá tannlæknastofunni Krýnu frá því hann lauk námi. Hann segir það hafa verið strembið á tíðum að sinna bæði boltanum og náminu en að það hafi þó gengið upp með mikilli vinnu. Aðspurður segir hann það hafa komið fyrir að vera beðinn um eiginhandaráritun að tannviðgerðunum loknum. „Það er einn og einn sem veit hver maður er og sumir krakkarnir hafa beðið um eiginhandaráritun, sem er alltaf gaman. Ég hef líka fengið nokkra liðsfélaga til mín í stólinn og það er gaman að fíflast svolítið í þeim og hræða þá með tækjunum hér á stofunni,“ segir Ásgeir Gunnar.

Sjálfur hefur Ásgeir Gunnar aldrei fengið tannskemmd og þegar hann er beðinn um hollræði fyrir lesendur blaðsins segir hann mikilvægt að bursta tennurnar tvisvar á dag. „Besta ráðið er að bursta tennurnar tvisvar á dag og nota tannþráð daglega. Tannburstinn nær ekki á milli tannanna og því er mikilvægt að nota tannþráð líka,“ segir tannlæknirinn og fótboltakappinn að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.