Verðlaus kvótaveð 8. ágúst 2010 18:43 Einu veð Byggðastofnunar fyrir 1,3 milljarða króna lánum sem stofnunin hefur veitt eru í verðlausum rækjukvóta, þrátt fyrir að slíkt stríði gegn lögum. Útlit er fyrir að afskrifa þurfi stóran hluta lánanna og því mun Ríkissjóður enn á ný þurfa að leggja stofnunni til meira fé. Forstjóri Byggðastofnunar segir eðlilegar skýringar á málinu. Hlutverk Byggðastofnunar, sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið, er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni, m.a. með lánveitingum. Átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og -vinnslu eru í viðskiptum við Byggðastofnun. Veð í úthafsrækjukvóta eru í fjórum tilvikum einu tryggingarnar á bak við lánin. Þessi fyrirtæki eru einkahlutafélögin Forrest Gump, Birnir, F420 og Útgerðarfélagið ÞH 380. Stærstu og oft einu eignir þessara fyrirtækja er kvótinn sjálfur. Hann er þá vistaður á skipum annarra lögaðila. Í lögum um samningsveð kemur fram að ólöglegt er að veðsetja kvóta, einan og sér. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er þó sjálfur kvótinn. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að upphaflega hafi lánin verið veitt rækjuvinnslum og veð tekið í skipum í þeirra eigu. „Í einhverjum tilvikum hafa rækjuvinnslur farið á höfuðið og þá hefur verið gengið að öðrum veðum verksmiðjunnar," segir hann. Skuld fyrirtækjanna fjögurra við Byggðastofnun nemur tæpum 1,3 milljörðum króna. Sé miðað við það leiguverð sem hefur verið á rækjukvóta samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar, hefur Byggðastofnun fært verðmæti kvótans í bækur sínar á margföldu verði. Aðalsteinn segir að erfitt sé að átta sig á verðmæti heimilda og að ekki sé hægt að miða við leiguverð í því sambandi. Eftir að veiðar voru gefnar frjálsar er kvótinn nær verðlaus. Það má því gera ráð fyrir að Byggðastofnun fái lítið, ef nokkuð upp í kröfur sínar. Aðalsteinn segir að erfitt sé að svara því hvernig það muni líta út á endanum. Á síðasta rekstrarári var eiginfjárhlutfall stofnunarinnar um þremur prósentum undir lögbundnu lágmarki fjármálafyrirtækja. Til að bregðast við þessu samþykkti Alþingi í fjárlögum 2010 heimild til að veita stofnuninni aukið eiginfjárframlag að fjárhæð einum milljarði króna. Ljóst er á þessu að það framlag muni varla duga til. „Eigandi stofnunarinnar, íslenska ríkið, verður að taka til þess afstöðu hvort og þá hvernig þessu verður haldið áfram." Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Einu veð Byggðastofnunar fyrir 1,3 milljarða króna lánum sem stofnunin hefur veitt eru í verðlausum rækjukvóta, þrátt fyrir að slíkt stríði gegn lögum. Útlit er fyrir að afskrifa þurfi stóran hluta lánanna og því mun Ríkissjóður enn á ný þurfa að leggja stofnunni til meira fé. Forstjóri Byggðastofnunar segir eðlilegar skýringar á málinu. Hlutverk Byggðastofnunar, sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið, er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni, m.a. með lánveitingum. Átta fyrirtæki tengd rækjuútgerð og -vinnslu eru í viðskiptum við Byggðastofnun. Veð í úthafsrækjukvóta eru í fjórum tilvikum einu tryggingarnar á bak við lánin. Þessi fyrirtæki eru einkahlutafélögin Forrest Gump, Birnir, F420 og Útgerðarfélagið ÞH 380. Stærstu og oft einu eignir þessara fyrirtækja er kvótinn sjálfur. Hann er þá vistaður á skipum annarra lögaðila. Í lögum um samningsveð kemur fram að ólöglegt er að veðsetja kvóta, einan og sér. Einu veð Byggðastofnunar fyrir lánunum er þó sjálfur kvótinn. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að upphaflega hafi lánin verið veitt rækjuvinnslum og veð tekið í skipum í þeirra eigu. „Í einhverjum tilvikum hafa rækjuvinnslur farið á höfuðið og þá hefur verið gengið að öðrum veðum verksmiðjunnar," segir hann. Skuld fyrirtækjanna fjögurra við Byggðastofnun nemur tæpum 1,3 milljörðum króna. Sé miðað við það leiguverð sem hefur verið á rækjukvóta samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu, áður en veiðarnar voru gefnar frjálsar, hefur Byggðastofnun fært verðmæti kvótans í bækur sínar á margföldu verði. Aðalsteinn segir að erfitt sé að átta sig á verðmæti heimilda og að ekki sé hægt að miða við leiguverð í því sambandi. Eftir að veiðar voru gefnar frjálsar er kvótinn nær verðlaus. Það má því gera ráð fyrir að Byggðastofnun fái lítið, ef nokkuð upp í kröfur sínar. Aðalsteinn segir að erfitt sé að svara því hvernig það muni líta út á endanum. Á síðasta rekstrarári var eiginfjárhlutfall stofnunarinnar um þremur prósentum undir lögbundnu lágmarki fjármálafyrirtækja. Til að bregðast við þessu samþykkti Alþingi í fjárlögum 2010 heimild til að veita stofnuninni aukið eiginfjárframlag að fjárhæð einum milljarði króna. Ljóst er á þessu að það framlag muni varla duga til. „Eigandi stofnunarinnar, íslenska ríkið, verður að taka til þess afstöðu hvort og þá hvernig þessu verður haldið áfram."
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira