Innlent

Forseti Eistlands í opinbera heimsókn til Íslands

Bessastaðir.
Bessastaðir.

Forseti Eistlands Toomas Hendrik Ilves og eiginkona hans frú Evelin Ilves verða í opinberri heimsókn á Íslandi 10. og 11. júní næstkomandi. Forsetahjónin og fylgdarlið þeirra koma til landsins síðdegis á morgun, miðvikudaginn 9. júní.

Þá mun forseti Eistlands heimsækja Alþingi. Þar mun Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis ávarpa forseta Eistlands úr forsetastóli en síðan mun forsetinn eiga fund með fulltrúum stjórnmálaflokka á Alþingi.

Forseti Eistlands mun meðal annars kynna sér orkumál á Íslandi auk þess sem hann verður fræddur um eldgosið í Eyjafjallajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×