Enski boltinn

Skrtel frá í tvo mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Liverpool hefur staðfest að Slóvakinn Martin Skrtel muni ekki spila fótbolta næstu átta vikurnar en hann ristarbrotnaði í Evrópuleiknum gegn Unirea.

Hann þarf þó ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Liverpool enda er Daninn Daniel Agger einnig meiddur en hann meiddist í leiknum gegn Blackburn um helgina.

Hann verður í stífri meðferð alla vikuna og er vonast til þess að hann nái leiknum gegn Wigan næsta mánudag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×