Feðgarnir ferðast saman um villta vestrið í Eþíópíu 16. febrúar 2010 05:30 feðgar á ferð Bjarni Harðarson og Egill sonur hans ásamt bæjarbúum í litlu þorpi nálægt bænum Bonga í Eþíópíu. mynd/Ismael Zansu Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. „Við erum eiginlega í villta vestrinu hérna í Eþíópíu og höfum verið í ríflega viku,“ segir bóksalinn og fyrrverandi þingmaðurinn Bjarni Harðarson. Bjarni hefur verið á ferðalagi um Afríku ásamt Agli syni sínum síðustu vikur. Feðgarnir hafa ekki farið alfaraleiðir og í Eþíópíu hittu þeir ekki einn einasta ferðamann af vestrænum uppruna í heila viku. „Við höfum farið með yfirfullum smárútum heimamanna um fjalllendi og gist í litlum sveitaþorpum þar sem lítið fer fyrir þeim lúxus sem mörgum þykir tilheyra á ferðalögum,“ segir Bjarni. „Erfiðast er að venjast því að komast ekki í sturtu og nota salernisaðstöðu þá sem heimamenn telja boðlega, en það er ekki út frá þeim mælikvarða sem við erum vanastir. En þetta hefur verið frábær tími og einmitt með því að fara svona út úr hefðbundnum leiðum tekst okkur að nálgast mannlífið og alþýðumenningu sveitanna.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Bjarna höfðu feðgarnir gengið um skóglendið sem umlykur bæinn Bonga, þar sem þeir dvöldu í nokkra daga. „Borg þessi er bæði í frumskógi og fjalllendi og hér gengur maður hvarvetna fram á litla sveitabæi þar sem, búa eins og í ævintýrunum, fátækir skógarhöggsmenn og sjálfsþurftarbændur,“ segir Bjarni. „Uppi í trjánum sveifla sér apar og það kemur fyrir að maður rekst á stærri skepnur eins og flóðhesta. Skemmtilegast er þó að kynnast mannlífinu og vera boðið í fátækrakaffi í litlum strákofum þar sem margfróðar og gamlar konur tala við okkur á sinni eigin tungu og við vitum það eitt að þær hafa frá mörgu að segja.“ Bjarni og Egill hafa einu sinni farið saman í sambærilegt ferðalag. Þá fóru þeir til Keníu og Úganda, ásamt Evu dóttur Bjarna. Þá var Egill aðeins 14 ára gamall, en hann varð 22 ára í nú febrúar. „Ætli megi ekki segja að forystan hafi þá verið í mínum höndum en það hefur snúist við enda er Egill orðinn mikill sérfræðingur í ferðalögum sem þessum,“ segir Bjarni. „Það er vissulega nokkurt harðræði fyrir 48 ára gamlan mann að fylgja honum eftir en gríðarlega skemmtilegt.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Feðgarnir Bjarni Harðarson og Egill eru að ferðast saman um Afríku í annað skipti. Þeir hafa gengið um skóglendi og hlustað á margfróðar gamlar konur segja sögur. „Við erum eiginlega í villta vestrinu hérna í Eþíópíu og höfum verið í ríflega viku,“ segir bóksalinn og fyrrverandi þingmaðurinn Bjarni Harðarson. Bjarni hefur verið á ferðalagi um Afríku ásamt Agli syni sínum síðustu vikur. Feðgarnir hafa ekki farið alfaraleiðir og í Eþíópíu hittu þeir ekki einn einasta ferðamann af vestrænum uppruna í heila viku. „Við höfum farið með yfirfullum smárútum heimamanna um fjalllendi og gist í litlum sveitaþorpum þar sem lítið fer fyrir þeim lúxus sem mörgum þykir tilheyra á ferðalögum,“ segir Bjarni. „Erfiðast er að venjast því að komast ekki í sturtu og nota salernisaðstöðu þá sem heimamenn telja boðlega, en það er ekki út frá þeim mælikvarða sem við erum vanastir. En þetta hefur verið frábær tími og einmitt með því að fara svona út úr hefðbundnum leiðum tekst okkur að nálgast mannlífið og alþýðumenningu sveitanna.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Bjarna höfðu feðgarnir gengið um skóglendið sem umlykur bæinn Bonga, þar sem þeir dvöldu í nokkra daga. „Borg þessi er bæði í frumskógi og fjalllendi og hér gengur maður hvarvetna fram á litla sveitabæi þar sem, búa eins og í ævintýrunum, fátækir skógarhöggsmenn og sjálfsþurftarbændur,“ segir Bjarni. „Uppi í trjánum sveifla sér apar og það kemur fyrir að maður rekst á stærri skepnur eins og flóðhesta. Skemmtilegast er þó að kynnast mannlífinu og vera boðið í fátækrakaffi í litlum strákofum þar sem margfróðar og gamlar konur tala við okkur á sinni eigin tungu og við vitum það eitt að þær hafa frá mörgu að segja.“ Bjarni og Egill hafa einu sinni farið saman í sambærilegt ferðalag. Þá fóru þeir til Keníu og Úganda, ásamt Evu dóttur Bjarna. Þá var Egill aðeins 14 ára gamall, en hann varð 22 ára í nú febrúar. „Ætli megi ekki segja að forystan hafi þá verið í mínum höndum en það hefur snúist við enda er Egill orðinn mikill sérfræðingur í ferðalögum sem þessum,“ segir Bjarni. „Það er vissulega nokkurt harðræði fyrir 48 ára gamlan mann að fylgja honum eftir en gríðarlega skemmtilegt.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira