Innlent

Líkur minnka á hagvexti í ár

Mynd/Pjetur

„Lykillinn að endurreisninni er að Ísland hafi aðgang að fjármálamörkuðum. Með þessu er óvissa um aðgang ríkisins að lánsfé sem og opinberra fyrirtækja sem hafa verið að leita eftir fyrirgreiðslu. Svo snertir þetta bankana sem þurfa erlent lánsfé til að endurlána inn í atvinnulífið," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Þessi ákvörðun tefur fyrir og skapar óþarfa óvissu."

Vilhjálmur setur spurningarmerki við að hagvöxtur náist á þessu ári, í ljósi ákvörðunar forsetans. „Eftir því sem óvissan varir lengur þá minnka líkurnar á því að við komumst upp úr kreppunni á þessu ári."- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×