Innlent

Hart tekist á um ákvörðun Ólafs á Facebook

Með eða á móti.
Með eða á móti.
Tvær Facebook síður hafa verið stofnaðar í kjölfar ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í gær þegar hann neitaði að skrifa undir Icesave lögin. Önnur síðan krefst þess að forsetinn segi af sér en á hinni kemur saman fólk sem vill þakka Ólafi Ragnari fyrir hugrekkið. Mjótt er á mununum á milli hópanna því 5.705 vilja að forsetinn segi af sér en 5.573 lýsa yfir stuðningi við hann.

Þeir sem vilja styðja forsetann geta gert það hér.

Þeir sem vilja hann burt frá Bessastöðum geta hins vegar gert það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×