Kaupþingsstjórar yfirheyrðir um helgina 10. maí 2010 06:00 Yfirheyrslur stóðu yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni um helgina. Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rústum bankans ytra um mitt síðasta ár. Stjórn bankans sagði Magnúsi upp á föstudag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann og Hreiðar í gæsluvarðhald. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi hvorki segja til um gang yfirheyrslna né hvort aðrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við meinta markaðsmisnotkun stjórnenda Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Ólafur vildi ekki tjá sig um hvaða brot tvímenningarnir eru grunaðir. „Fyrst við erum með bankastjóra Kaupþings og bankastjóra bankans í Lúxemborg í haldi þá segir það sig sjálft að við fjöllum um samskipti þeirra,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að sérstakur saksóknari myndi nýta tímann sem þeir Hreiðar Már og Magnús sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem taldir eru tengjast meintum lögbrotum Kaupþings. Það eru taldir vera á þriðja tug manna. Þar á meðal eru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans. Sigurður er búsettur í London en Ingólfur og Steingrímur í Lúxemborg og hafa þar rekið ráðgjafarfyrirtækið Consolium með Hreiðari Má. Þeir munu allir hafa verið boðaðir í yfirheyrslur í vikunni. Þá mun sérstakur saksóknari hafa farið fram á við Sigurð að hann flýtti komu sinni hingað til lands en hann ekki sinnt því kalli. Fréttablaðið hefur ekki náð í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ólafur vildi ekkert segja til um það í gær hvort fyrrverandi bankastjórar og framkvæmdastjórar Landsbankans og Glitnis hafi verið boðaðir í skýrslutöku vegna mála sem tengjast aðdraganda bankahrunsins. jonab@frettabladid.is Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Starfsmenn á vegum sérstaks saksóknara yfirheyrðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, um helgina. Magnús var jafnframt bankastjóri Banque Havilland, sem reistur var á rústum bankans ytra um mitt síðasta ár. Stjórn bankans sagði Magnúsi upp á föstudag eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði hann og Hreiðar í gæsluvarðhald. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi hvorki segja til um gang yfirheyrslna né hvort aðrir hafi verið yfirheyrðir í tengslum við meinta markaðsmisnotkun stjórnenda Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Ólafur vildi ekki tjá sig um hvaða brot tvímenningarnir eru grunaðir. „Fyrst við erum með bankastjóra Kaupþings og bankastjóra bankans í Lúxemborg í haldi þá segir það sig sjálft að við fjöllum um samskipti þeirra,“ segir hann. Fram kom í Fréttablaðinu á laugardag að sérstakur saksóknari myndi nýta tímann sem þeir Hreiðar Már og Magnús sitja í gæsluvarðhaldi til að yfirheyra alla þá sem taldir eru tengjast meintum lögbrotum Kaupþings. Það eru taldir vera á þriðja tug manna. Þar á meðal eru Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, og Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans. Sigurður er búsettur í London en Ingólfur og Steingrímur í Lúxemborg og hafa þar rekið ráðgjafarfyrirtækið Consolium með Hreiðari Má. Þeir munu allir hafa verið boðaðir í yfirheyrslur í vikunni. Þá mun sérstakur saksóknari hafa farið fram á við Sigurð að hann flýtti komu sinni hingað til lands en hann ekki sinnt því kalli. Fréttablaðið hefur ekki náð í Sigurð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ólafur vildi ekkert segja til um það í gær hvort fyrrverandi bankastjórar og framkvæmdastjórar Landsbankans og Glitnis hafi verið boðaðir í skýrslutöku vegna mála sem tengjast aðdraganda bankahrunsins. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira