Samfylkingin þiggur ekki boð Framsóknar 22. janúar 2009 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokkurinn býðst til að verja vinstri stjórn falli verði kosið fyrir 25. apríl. Formaður Vinstri grænna fagnar og segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórn. Samfylkingin segist ekki ræða við aðra á meðan hún er í stjórnarsamstarfi. „Við bjóðumst til að leysa úr málum með þessum hætti og koma þannig á ríkisstjórn sem getur tekið á málum," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem í gær bauðst til að verja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli á meðan kosningar yrðu undirbúnar. Það er háð því að kosið verði fyrir 25. apríl. Sigmundur Davíð segir að í raun séu Framsóknarmenn að bjóðast til að höggva á hnútinn. Svo virðist sem ríkisstjórnin sé strand. „Einnig viljum við að boðað verði til stjórnlagaþings sem semji nýja stjórnarskrá og að svo verði gengið til kosninga ekki seinna en í lok apríl." Sigmundur Davíð segir einhug í þingflokki Framsóknarflokksins um að bjóða þessa leið. Hann segir ljóst að stór hluti samfylkingarmanna sé mjög ósáttur við ríkisstjórnarsamstarfið. „Við erum náttúrulega í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og því samstarfi hefur ekki verið slitið og því ekki tímabært að ræða þetta núna. Hins vegar er athyglisvert að þeir skuli lýsa því yfir og hafa á okkur mikið traust og við fögnum því," segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. Hann segir ekki verða rætt við aðra á meðan á núverandi samstarfi stendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fagnar tilboði Framsóknarflokks. „Þetta samrýmist okkar meginkröfu um að kosið verði sem fyrst. Ég fagna því að Framsóknarflokkurinn taki af skarið með að hann vilji kosningar. Það hefur verið okkar meginkrafa allan tímann. Þetta endurspeglar þá skoðun flestra að kosningar séu óumflýjanlegar; það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. Einhvern veginn þarf að haga stjórnun landsins á meðan og það er ágætt að afstaða Framsóknarflokks liggur fyrir." „Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir stjórnina standa traustum fótum. Hann er ekki hissa á tilboði Framsóknar. „Mér finnst ekkert skrítið að nýr formaður í Framsóknarflokki vilji láta til sín taka með einhverjum hætti strax. Maður skilur þetta út frá því sjónarmiði. En það gildir sem ég sagði áðan að það væri mikið ábyrgðarleysi að ætla að stefna þjóðinni í kosningar á næstu vikum." olav@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn býðst til að verja vinstri stjórn falli verði kosið fyrir 25. apríl. Formaður Vinstri grænna fagnar og segir flokkinn tilbúinn í ríkisstjórn. Samfylkingin segist ekki ræða við aðra á meðan hún er í stjórnarsamstarfi. „Við bjóðumst til að leysa úr málum með þessum hætti og koma þannig á ríkisstjórn sem getur tekið á málum," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem í gær bauðst til að verja ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli á meðan kosningar yrðu undirbúnar. Það er háð því að kosið verði fyrir 25. apríl. Sigmundur Davíð segir að í raun séu Framsóknarmenn að bjóðast til að höggva á hnútinn. Svo virðist sem ríkisstjórnin sé strand. „Einnig viljum við að boðað verði til stjórnlagaþings sem semji nýja stjórnarskrá og að svo verði gengið til kosninga ekki seinna en í lok apríl." Sigmundur Davíð segir einhug í þingflokki Framsóknarflokksins um að bjóða þessa leið. Hann segir ljóst að stór hluti samfylkingarmanna sé mjög ósáttur við ríkisstjórnarsamstarfið. „Við erum náttúrulega í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum og því samstarfi hefur ekki verið slitið og því ekki tímabært að ræða þetta núna. Hins vegar er athyglisvert að þeir skuli lýsa því yfir og hafa á okkur mikið traust og við fögnum því," segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. Hann segir ekki verða rætt við aðra á meðan á núverandi samstarfi stendur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fagnar tilboði Framsóknarflokks. „Þetta samrýmist okkar meginkröfu um að kosið verði sem fyrst. Ég fagna því að Framsóknarflokkurinn taki af skarið með að hann vilji kosningar. Það hefur verið okkar meginkrafa allan tímann. Þetta endurspeglar þá skoðun flestra að kosningar séu óumflýjanlegar; það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. Einhvern veginn þarf að haga stjórnun landsins á meðan og það er ágætt að afstaða Framsóknarflokks liggur fyrir." „Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir stjórnina standa traustum fótum. Hann er ekki hissa á tilboði Framsóknar. „Mér finnst ekkert skrítið að nýr formaður í Framsóknarflokki vilji láta til sín taka með einhverjum hætti strax. Maður skilur þetta út frá því sjónarmiði. En það gildir sem ég sagði áðan að það væri mikið ábyrgðarleysi að ætla að stefna þjóðinni í kosningar á næstu vikum." olav@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira