Innlent

Stálu silungi fyrir hundruðir þúsunda

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Veiðimaður við Reynisvatn
Veiðimaður við Reynisvatn Mynd/Anton Brink

Þjófar brutust inn í veiðihúsið við Reynisvatn í nótt og stálu þaðan fimmtíu kílóum af reyktri bleikju og regnbogasilungi sem tilbúin voru til sölu, að andvirði um 200 þúsund króna. Auk þess voru teknar tólf veiðistangir í eigu veiðivarðarins á staðnum.

Að sögn umsjónarmanna Reynisvatns var þjófnaðurinn afar fagmannlegur og hafði þjófunum tekist að komast inn án þess að setja þjófavörn í húsinu í gang. Talið er að þeir hafi komist inn með því að losa rúðu úr einum glugganum. Rannsóknarlögreglan hefur að þeirra sögn yfirfarið húsið án þess að finna nein fingraför.

Þetta er í fjórða skiptið á stuttum tíma sem brotist er inn í veiðihúsið, en umsjónarmenn þess telja að um sömu aðila sé að ræða.

Umsjónarmennirnir vildu beina þeim tilmælum til fólks að vera á varðbergi gagnvart hinum óprúttnu einstaklingum reyni þeir að selja góssið og hafa samband við lögreglu ef grunsemdir vakna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×