Innlent

Sérstakir saksóknarar fengu allir eldskírn í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þ. Hauksson var skipaður fyrstur  sérstakur saksóknari. Mynd/ Stefán.
Ólafur Þ. Hauksson var skipaður fyrstur sérstakur saksóknari. Mynd/ Stefán.
Allir þeir sem skipaðir hafa verið sérstakir saksóknarar eiga það sameiginlegt að hafa starfað sem fulltrúar hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði.

„Þeir voru allir hérna fulltrúar há mér og komu eftir próf bara," segir Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði. Ólafur Þór Hauksson starfaði hjá embættinu á árunum 1989-1996. Hinir þrír saksóknararnir komu seinna og störfuðu í tvö til sex ár að sögn Guðmundar.

Aðspurður segir Guðmundur að þetta hafi allt verið góðir starfsmenn. „Allavega fengu þau þetta starf þarna," segir Guðmundur.

Guðmundur viðurkennir að þetta sé svolítið sérstök tilviljun að allir sérstöku saksóknararnir hafi unnið hjá sér.

Sérstakir saksóknarar eru auk Ólafs Þ. Haukssonar, Björn Þorvaldsson, Hólmsteinn Gauti Sigurðsson og Arnþrúður Þórarinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×