Nylonstúlkur gera samning við Hollywood Records 7. nóvember 2009 05:00 Nylon herjar á Bandaríkin Stelpurnar í Nylon hafa landað plötusamningi í Bandaríkjunum og virðast ætla að meika það. Þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir flytja til Los Angeles á næstu vikum og ætla að taka Englaborgina með trompi. „Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Við sungum án undirleiks fyrir forstjórann og allt í einu fylltist salurinn af starfsfólki fyrirtækisins. Eftir að við höfðum sungið kallaði forstjórinn okkur inn á skrifstofu til sín og bauð okkur samning á staðnum,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir söngkona. Steinunn og stallsystur hennar í stúlknasveitinni Nylon hafa landað útgáfusamningi við plötufyrirtækið Hollywood Records sem tilheyrir Disney-samsteypunni og hefur listamenn á borð við Miley Cyrus og Jonas Brothers á sínum snærum. Nylon-stúlkurnar flytja til Los Angeles á næstunni þar sem þær munu vinna að tónlist sinni. Samningurinn hljóðar upp á útgáfu á fjórum lögum en ljóst er að Hollywood Records ætlar þeim stóra hluti. Rúm tvö ár eru síðan Nylon kom síðast fram á tónleikum hér á landi. Síðan þá hafa stúlkurnar þrjár slitið tengslin við Einar Bárðarson, sem stofnaði sveitina, og unnið að því að koma sér á framfæri erlendis. Ævintýrið hófst fyrir alvöru í apríl í fyrra þegar Nylonstúlkurnar komust í kynni við Rip Pelley, sem unnið hefur í tónlistarbransanum vestra í fjörutíu ár. „Ólöf Valsdóttir sópransöngkona kom þessu öllu af stað. Hún hitti Rip í Los Angeles og lét hann hafa disk með lögunum okkar. Hann fær ábyggilega svona tuttugu diska á dag en ákvað greinilega að gefa íslensku stúlknapoppbandi séns því daginn eftir hringdi hann í Ölmu.“ Steinunn segir að Rip Pelley hafi reynst þeim mjög vel. „Þetta er maðurinn sem „breikaði“ Queen í Bandaríkjunum og hefur líka unnið með Eagles. Hann er hreint út sagt frábær.“ Í janúar á þessu ári fóru Nylonstúlkurnar fyrst út til LA. Þar tóku þær upp í hljóðveri, fóru á fundi og í myndatöku. Eftir heimsókn þeirra í janúar fór boltinn að rúlla og það var svo í júlí sem þær sungu fyrir forstjóra Hollywood Records og hann lofaði þeim samningi. Síðan þá hafa stúlkurnar unnið að nýjum lögum og beðið meðan gengið er frá landvistarleyfi fyrir þær og alls kyns skriffinnsku í kringum samninginn. Steinunn kannast ekki við það að Nylonstúlkur verði ríkar á því að gera plötusamning við Hollywood Records eins og fólk kynni að halda. „Samningar í dag eru því miður ekki upp á mikla peninga. Það er gömul klisja. Við erum bara ánægðar með þetta tækifæri. Þetta er skrimt, það er ekkert grín að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Við fórnum öllu fyrir þetta… en góðir hlutir krefjast fórna.“ hdm@frettabladid.is
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira