Erlent

Embættistaka Obama í beinni á Vísi

Michelle Obama og Barack Obama mæta í St. John´s kirkjuna í Washington fyrr í dag. MYND/AP
Michelle Obama og Barack Obama mæta í St. John´s kirkjuna í Washington fyrr í dag. MYND/AP

Barack Obama sver á eftir embættiseið sem fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna. Hann verður fyrsti blökkumaðurinn til að gegna því embætti í rúmlega tvö hundruð ára sögu Bandaríkjanna. Embættistakan verður í beinni útsendingu á Vísi og hefst hún klukkan 16.

Talið er að um fjórar milljónir manna hafi lagt leið sína til Washington vegna atburaðarins og að tvær milljónir manna verði við tröppur þinghússins, Capitol Hill, þar sem athöfnin fer fram. Gríðarleg öryggisgæsla er í borginni fyrir embættistökuna.



Smelltu hér til þess að horfa á beina útsendingu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×