Lífið

Bjarni Ben er latur við heimilisstörfin

Þóra Margrét Baldvinsdóttir og Bjarni Benediktsson.
Þóra Margrét Baldvinsdóttir og Bjarni Benediktsson.

Í nærmynd af Bjarna Benediktssyni, verðandi ráðherra, í sjónvarpsþættinum Ísland í dag, segir eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, Bjarna meðal annars vera latan við heimilisstörfin.

Þrátt fyrir það segist Þóra Margrét styðja Bjarna í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.

3 blindir bræður á Egilsstöðum

Einnig verður saga þriggja blindra bræðra á Egilsstöðum sögð í þætti kvöldsins en bræðurnir láta fötlun sína ekki hindra sig.

Meðal annars eru bræðurnir að gera upp jeppa, eru með vélsleðadellu og smíðuðu sólpall með föður sínum.

Ísland í dag er á dagskrá Stöðvar 2 strax að loknum fréttum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.